Fullkomið fyrir þá sem eru einhleypir

Nanna Rögnvaldardóttir.
Nanna Rögnvaldardóttir. mbl.is/aðsend mynd

Þegar Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir vann í nýju bók­inni sinni talaði hún við fólk sem býr eitt og spurði hvernig upp­skrift­ir því þætti helst vanta. „Ýmsir nefndu eft­ir­rétti. Svo að hér eru nokkr­ir eft­ir­rétt­ir fyr­ir einn sem er þó auðvitað ekk­ert mál að stækka.

Í þeim er eng­inn syk­ur, síróp, hun­ang eða neitt slíkt en ég nota döðlur sem vissu­lega eru sæt­ar eða svo­litla syk­ur­lausa sultu til að sæta rétt­ina, auk berja.“

Hnetukaka með berj­um

40 g pek­an- og/​eða val­hnet­ur

2 tsk. smjör

1 tsk. sulta, syk­ur­laus

rjómi

ber

Aðferð Saxaðu eða malaðu hnet­urn­ar gróft. Bræddu smjörið á lít­illi pönnu og ristaðu hnet­urn­ar létt við meðal­hita en gættu þess að þær brenni ekki. Taktu svo pönn­una af hit­an­um, hrærðu sult­unni sam­an við, settu hring­form á disk, helltu blönd­unni í það og láttu kólna al­veg. Fjar­lægðu formið, stífþeyttu dá­lít­inn rjóma og settu ofan á og skreyttu ríku­lega með berj­um.

Súkkulaðivöfflu­sam­lok­ur

1 egg, meðal­stórt

1 msk. mjólk

3 msk. hveiti, slétt­full­ar

¼ tsk. lyfti­duft

1 tsk. kakó­duft

salt á hnífsoddi

1/​8 tsk. vanillu­drop­ar

1 msk. smjör

Fyll­ing:

½ dós sýrður rjómi, helst 36%, eða þeytt­ur rjómi

1-2 tsk. sulta, syk­ur­laus, eða Sukrin eft­ir smekk

lófa­fylli af blá­berj­um

ef til vill nokkr­ar pist­asíu­hnet­ur.

Aðferð Þeyttu sam­an egg og mjólk og hrærðu svo hveiti, lyfti­dufti, kakó­dufti, salti og vanillu sam­an við.

Hitaðu vöfflu­járnið, bræddu smjörið og hrærðu því sam­an við sopp­una. Helltu sopp­unni á járnið, steiktu vöffl­una við meðal­hita og láttu hana kólna. Hrærðu á meðan sam­an rjóma og sultu eða Sukrin og blandaðu mest­öll­um blá­berj­un­um sam­an við. Skiptu blönd­unni á tvö vöfflu­hjörtu en skildu smá­veg­is eft­ir. Leggðu annað hjarta ofan á, settu af­gang­inn af fyll­ing­unni á miðjuna og skreyttu með af­gang­in­um af berj­un­um, ef til vill ásamt nokkr­um pist­así­um.

Mascarpo­ne-súkkulaðilakk­rís­búðing­ur

40 g döðlur, stein­hreinsaðar

125 g mascarpo­ne-ost­ur

1 eggj­ar­auða

1 tsk. kakó­duft

¼ tsk lakk­rís

Aðferð Saxaðu döðlurn­ar smátt og maukaðu þær í mat­vinnslu­vél eða bland­ara með mascarpo­ne-osti og eggj­ar­auðu. Þeyttu kakó­duft og lakk­rís­duft sam­an við. Það mega al­veg vera ein­hverj­ir döðlubit­ar í mauk­inu. Settu búðing­inn í ábæt­is­skál, skreyttu hann með hverju sem hug­ur­inn girn­ist (ég notaði chilikryddaðan kakóbaunamuln­ing og þurrkuð rósa­blöð) og kældu vel.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: