Kristján rifjar upp þegar hundurinn át hangikjötið

Kristinn Jóhannsson söngvari.
Kristinn Jóhannsson söngvari. mbl.is/Árni Sæberg

Stór­söngv­ar­inn Kristján Jó­hanns­son bjó á Ítal­íu í tugi ára ásamt konu sinni Sig­ur­jónu Sverr­is­dótt­ur. Þau hafa bæði gam­an af því að elda og þótt þau haldi í ís­lensk­ar jóla­hefðir ber mat­seld­in á jól­un­um einnig ít­alskt yf­ir­bragð. Hann seg­ir frá jóla­hefðum sín­um í Jóla­blaði Nettó. 

„Ég var á Ítal­íu í nærri 40 ár, frá því að ég var 27 ára gam­all,“ seg­ir Kristján. Jóla­hald heim­il­is­ins er sam­bland af ís­lensk­um og ít­ölsk­um jóla­hefðum. „Þegar við bjugg­um á Ítal­íu feng­um við hangi­kjöt sent, en ein jól­in fór það ekki bet­ur en svo hund­ur­inn náði í hangi­kjötið og kláraði það!“

Þor­láks­messa er fjöl­skyld­unni mik­il­væg.

„Hvort sem við vor­um á Ítal­íu eða hér höf­um við alltaf komið sam­an á Þor­láks­kvöld.“

Kristján á stóra fjöl­skyldu.

„Núna eru þetta 12-14 manns með börn­um, eig­in­mönn­um og -kon­um, kær­ust­um, vin­um og barna­börn­um. Og þetta er rétt að byrja,“ seg­ir Kristján og hlær.

„Á Íslandi kaupi ég norðlenskt hangi­kjöt, að sjálf­sögðu – ég kaupi það í kjöt­borðinu í Nettó í Mjódd því þar hef ég alltaf fengið gott hangi­kjöt – og sýð til að fá jólailm í húsið. Síðan sest þessi mikli hóp­ur við lang­borð og sker laufa­brauð – auðvitað frá Kristjáns­baka­ríi!“ Þessi jóla­hefð hef­ur verið í há­veg­um höfð í tugi ára. „Svo ger­um við það, að ít­ölsk­um og þýsk­um, eða evr­ópsk­um sið, full­orðna fólkið, að við drekk­um glögg á meðan. Þegar við héld­um jól­in á Ítal­íu og erfitt var að fá hangi­kjöt og laufa­brauð, snæddi fjöl­skyld­an ít­alska jóla­máltíð á Þor­láks­messu. „Þá borðuðum við baccala, saltaða þorsk­hnakka, létt­ari mat til þess að und­ir­búa okk­ur fyr­ir allt kjötátið. Og þetta er ein­mitt upp­skrift­in sem ég vil deila með ykk­ur, að söltuðum þorsk­hnökk­um,“ seg­ir Kristján og bæt­ir kím­inn við: „Sem eru þeir bestu í heimi hér!“ Kristján mæl­ir með því að hafa „bjór eða hvít­vín sér við hlið“ meðan á matseld stend­ur.

Baccala, saltaðir þorsk­hnakk­ar

Fyr­ir 6-8

1 kg saltaðir þorsk­hnakk­ar með roði (einnig hægt að fá roðlausa)

2 lauk­ar, fínt saxaðir

5-6 hvít­lauksrif, pressuð eða fínt söxuð

2 stk. fersk­ur chili-pip­ar, í fjór­um ræm­um (óþarfi að fræhreinsa)

6-8 svart­ar ólíf­ur, fínt saxaðar

1-2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar frá Mutti

½ bolli ólífu­olía

2 msk. smjör

1 bolli mat­ar­hvít­vín

Ítalskt sjáv­ar­réttakrydd frá Potta­göldr­um

Í sós­una:

½ l rjómi

1 sjáv­ar­rétta­ten­ing­ur

1 kúfuð msk. karrý

Salt og pip­ar eft­ir smekk

Meðlæti:

Kart­öfl­ur, meðal­stór­ar (rauðar ís­lensk­ar eða gullauga)

Bráðið smjör til að velta kart­öfl­un­um upp úr

1 búnt stein­selja eða kórí­and­er, fín­söxuð

Stillið ofn­inn á 200°C. Þvoið fisk­inn vel upp úr köldu vatni. Hellið olíu og hvít­víni í ofn­fast fat. Setjið smjörklípu ofan í fatið. Stráið síðan söxuðum lauk og hvít­lauk í botn­inn ásamt chili-pip­ar ræm­um. Leggið þorskinn ofan á og látið roðið snúa niður. Kryddið hann vel með sjáv­ar­réttakrydd­inu. Makið tómöt­um yfir fisk­inn (það er smekks­atriði hversu mikið er notað, 1 dós gæti dugað). Stráið að end­ingu söxuðum ólíf­um yfir. Eldið fisk­inn í ofni í 25-30 mín­út­ur. Hann má aðeins brún­ast en ekki þorna.

Þegar fisk­ur­inn er fulleldaður, takið hann gæti­lega upp, látið vökv­ann renna af hon­um og setjið í annað fat með tómöt­un­um sem eru ofan á. Lækkið ofn­inn í 100°C og stingið fisk­in­um aft­ur inn til að halda hon­um heit­um. Hellið soðinu úr fat­inu yfir í pott og munið að skafa botn­inn vel til að ná öllu krydd­inu. Látið suðuna koma upp og hrærið síðan rjóm­an­um sam­an við. Látið malla í u.þ.b. xx mín­út­ur. Í lok­in er súpu­ten­ing­ur­inn sett­ur út í. Smakkið sós­una til og saltið ef þarf. Piprið og kryddið með karrýi eft­ir smekk.

Berið fram með soðnum kart­öfl­um (ekki mauk­soðnum, held­ur „al dente“), veltið upp úr bráðnu smjöri og stráið saxaðri stein­selju eða kórí­and­er yfir. Best er að drekka þurrt freyðivín (vel kælt) eða gott hvít­vín með rétt­in­um.

Ítölsk jólakaka

Panett­one eða pandoro-kaka (fást í Nettó)

Freyðivín eða Grand Mar­in­er

Þessi kaka er „lífs­spurs­mál“ á jól­un­um hjá fjöl­skyldu Kristjáns. Panett­one er með ávöxt­um og pandoro meira eins og sand­kaka. Kaupið kök­una til­búna. Á meðan fisk­ur­inn er í ofn­in­um, skerið kök­una þvers­um í sneiðar. Hellið freyðivíni eða Grand Mar­in­er yfir til að mýkja þær.

Með kök­unni er gott að borða ít­alskt ávaxta­sal­at, en það þarf að und­ir­búa fyrr um dag­inn 

Macedonia ávaxta­sal­at Sig­ur­jónu

Pera eða epli

App­el­sína (safa­rík)

Jarðarber

Blá­ber

Sell­e­rí (má sleppa)

Safi úr einni sítr­ónu

1 glas hvít­vín

Skerið ávext­ina og jarðarber­in í bita og setjið í skál ásamt blá­berj­um. Ef þið finnið gott sell­e­rí, saxið stilks­ins örfínt og stráið yfir. Hellið vín­inu yfir. Setjið sellóf­an yfir skál­ina og látið hana bíða í tvo tíma, í kæli eða úti á svöl­um, þannig að ávext­irn­ir nái að drekka í sig saf­ann og vínið.

Berið fram með þeytt­um rjóma eða góðum ís og gott er að fá sér kaffi og koní­ak á eft­ir.

mbl.is