Lína og Gummi í afmælisferð í París

Lína Birgitta Sigurðardóttir og Gummi Kíró skelltu sér í afmælisferð …
Lína Birgitta Sigurðardóttir og Gummi Kíró skelltu sér í afmælisferð til Parísar.

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason skelltu sér til Parísar í Frakklandi á föstudag. Fóru þau í ferðalagið í tilefni af 41 árs afmæli Guðmundar, sem iðulega er kallaður Gummi kíró. 

Parið dvelur á Rayz Private Suits hótelinu í 1. hverfi borgarinnar sem er er nálægt ys og þys mannlífsins. Þau Lína og Gummi sem þekkt eru fyrir rándýran smekk sinn á fallegum merkjavörum hafa varið tíma sínum meðal annars í verslunum stærstu merkjavara heims.

Á laugardag fóru þau í fínan afmæliskvöldverð með óhefðbundnu sniði sem Lína sagði frá á Instagram. „Við fórum í private dining á private veitingastað sem maður bókar online fyrirfram og þetta virkar þannig að maður borðar með fólki sem hefur bókað sama dag og sama tíma og þú. Það er aðeins pláss fyrir 10 manns og allir sitja við sama borðstofuborðið,“ skrifaði Lína á Instagram. 

Lína segir kvöldið hafa verið ótrúlega skemmtilegt og þau hafi kynnst hjónum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hún segir stemninguna hafa verið mjög heimilislega og skemmtilega. 

Lína og Gummi hafa verið dugleg að ferðast í faraldrinum og segir þau vera orðna snillinga að ferðast á veirutímum. Hún bendir einnig á að í París þarf að sýna bólusetningarvottorð á flestum veitingastöðum og söfnum.

mbl.is