Siðanefnd mun taka fyrir meintan ritstuld

Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson.
Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson. Samsett mynd

Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir mál Berg­sveins Birg­is­son­ar en hann hefur sakað Ásgeir Jóns­son­ seðlabankastjóra um ritstuld. Þetta staðfestir Skúli Skúlason, formaður siðanefnd­ar, í samtali við mbl.is en nefndin fundaði í dag.

Að sögn Skúla mun nefndin nú afla nauðsynlegra gagna til þess að hún geti veitt álit sitt. Hann segir allan gang vera á því hversu langan tíma það taki nefndina að veita álit sitt og ekki sé búið að ákveða tímasetningu næsta fundar.

„Vinna siðanefndar byggir á því að beita óhlutdrægum vinnubrögðum og virða báða aðila á öllum stigum málsins,“ segir Skúli og bætir við að ekki sé um dómsmál að ræða.

„Við munum leggjast undir feld núna. Ég held það sé skynsamlegast fyrir alla.“

mbl.is