Flest uppsjávarskipin á loðnu

Venus NS í leiðindaveðri á Breiðafirði.
Venus NS í leiðindaveðri á Breiðafirði. mbl.is/Börkur Kjartansson

Nán­ast all­ur upp­sjáv­ar­flot­inn er byrjaður á loðnu­veiðum. Skip­in, um 20 tals­ins, voru í gær að veiðum í tveim­ur hóp­um úti af Norðaust­ur­landi. Erfitt veður var á laug­ar­dag þó skip­in væru að kasta og draga flottrollið, en skap­legra vinnu­veður var á sunnu­dag og í gær.

Að sögn Ingi­mund­ar Ingi­mund­ar­son­ar, út­gerðar­stjóra upp­sjáv­ar­skipa hjá Brimi hf., hafa skip­in verið að fá 100-400 tonn í holi, mest fyrri hluta dags. Þau hafa oft fyllt sig á 4-5 dög­um. Fyr­ir skip Brims er 7-8 tíma sigl­ing til hafn­ar á Vopnafirði.

Búið er að landa rúm­lega 35 þúsund tonn­um af loðnu í haust, sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu, en í hlut ís­lenskra skipa koma 662 þúsund tonn á vertíðinni. Fram kom á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar á fimmtu­dag að þá kom Börk­ur NK með um 2.900 tonn til Seyðis­fjarðar til vinnslu í fiski­mjöls­verk­smiðjunni þar. Þá hafði loðna ekki borist þangað í tæp fjög­ur ár, en 2017 tók verk­smiðjan á móti 18.600 tonn­um.

Afla­hæst í kol­munna

Hof­fell SU, sem Loðnu­vinnsl­an ger­ir út, var í gær á leið af Fær­eyjamiðum til Fá­skrúðsfjarðar með kol­munna. Alls er kol­munna­afli árs­ins orðinn um 190 þúsund tonn, en Hof­fell er afla­hæðst ís­lenskra skipa með 24.700 tonn.

Hoffell SU er aflahæst í kolmunna.
Hof­fell SU er afla­hæst í kol­munna. mbl.is/​Al­bert Kemp
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: