Stjörnuhjónin John Legend og Chrissy Teigen hlutu mikla gagnrýni á dögunum þegar þau voru á ferð um New York. Þau mættu á hina margfrægu jólasýningu Radio City Music Hall og gestir tóku eftir að öll röðin fyrir aftan þau var auð. Drógu gestir þá ályktun að ofurparið hefði keypt upp alla röðina til þess að hafa engan nálægt sér.
Myndir frá kvöldinu sýna að þar er aðeins einn lífvörður. Talsmenn þeirra hafa neitað þessum sögum og segjast ekki vita af hverju röðin var auð.
Teigen hefur átt erfitt uppdráttar í fjölmiðlum upp á síðkastið eftir að upp komst um nethrellistilburði hennar. Ljóst er að þetta er saga sem fólk úr hennar herbúðum vill kveða niður.