Nauðsynleg viðbót fyrir loðnuvertíðina

Tekið á móti nýrri Suðurey VE í Vestmananeyjum - Ísfélag …
Tekið á móti nýrri Suðurey VE í Vestmananeyjum - Ísfélag Vestmananeyja. fv. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri, Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og Bjarki Kristjánsson skipstjóri mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Það er eft­ir­vænt­ing í loft­inu í sjáv­ar­pláss­um þegar von er á nýju skipi. Það átti við í Vest­manna­eyj­um þegar ný Suðurey VE 11, nýtt skip Ísfé­lags­ins, kom til heima­hafn­ar um miðjan föstu­dag. Ísfé­lagið fagnaði 120 ára af­mæli 1. des­em­ber sl. og má segja að þetta fjórða upp­sjáv­ar­skip fé­lags­ins sé af­mæl­is­gjöf­in sem ætlað er að efla fé­lagið á kom­andi loðnu­vertíð. Fé­lagið er öfl­ugt í loðnu og því mikið í húfi að allt verði klárt á sjó og í landi.

Á und­an­förn­um árum höf­um við end­ur­nýjað upp­sjáv­ar­flot­ann með Sig­urði VE og Heima­ey VE. Á móti höf­um við selt eldri skip­in sem voru kom­in á tíma. Við höf­um ekki keypt skip í stað allra eldri skipa vegna lít­ils loðnu­kvóta en nú er loðnan á upp­leið og keypt­um við Álsey VE fyr­ir síðustu loðnu­vertíð. Þegar þessi stóra út­hlut­un í haust varð staðreynd var ljóst að okk­ur vantaði fjórða skipið og það yrðum við að fá fyr­ir ára­mót,“ seg­ir Eyþór Harðar­son út­gerðar­stjóri Ísfé­lags­ins.

Skipið mun vera fjórða uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja og kemur að …
Skipið mun vera fjórða upp­sjáv­ar­skip Ísfé­lags Vest­manna­eyja og kem­ur að góðum not­um á loðnu­vertíðinni. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Niðurstaðan var að kaupa sænskt skip, Ginn­et­on, smíðað í Dan­mörku árið 2006 sem er held­ur minna en hin skip fé­lags­ins. Lengd­in er tæp­ir 63 m og tankaplássið ca 1.350 m³. „Við erum viss­ir um að Suðurey mun reyn­ast vel og henta vel sem fjórða upp­sjáv­ar­skipið.“

Skipið er gott og vel við haldið að sögn Eyþórs. „Aðal­vél­in er Man Alpha dísel, 4.078 hest­öfl, ný­upp­tek­in og skipið stenst all­ar skoðanir án at­huga­semda. Nú er bara að flagga því inn, aðlaga það ís­lensk­um regl­um og gera klárt fyr­ir loðnuna, strax eft­ir ára­mót­in.“

Eyþór seg­ir að vissu­lega fylgi því eft­ir­vænt­ing að fá nýtt skip en nú spilli Covid fyr­ir. „Það er ekki hægt að bjóða bæj­ar­bú­um í veislu um borð og maður sakn­ar þess. Það gera sér ekki all­ir grein fyr­ir því hvað nýtt skip skipt­ir bæj­ar­fé­lög eins og Vest­manna­eyj­ar miklu máli. Þetta er okk­ar stóriðja fyr­ir svo marga; áhöfn, starfs­fólk, fyr­ir­tæk­in, þjón­ustuaðila, sveit­ar­fé­lagið og höfn­ina. All­ir Eyja­menn gera sér grein fyr­ir mik­il­væg­inu en því miður eru allt of marg­ir sem sjá ekki ljósið í því sem við erum að gera,“ sagði Eyþór að lok­um.

Skip­stjór­inn byrjaði hjá Bóba á Sig­urði

„Ég byrjaði 1982 á sjó og fór í Stýri­manna­skól­ann 1990, út­skrifaðist 1992 og er bú­inn að vera 22 ár hjá Ísfé­lag­inu. Hef verið á flest­um skip­un­um þeirra. Byrjaði á gamla Sig­urði með Bóba,“ seg­ir Bjarki Kristjáns­son sem verður skip­stjóri á nýrri Suðurey.

Krist­björn Árna­son, Bóbi, er einn feng­sæl­asti skip­stjóri Íslands­sög­unn­ar. Byrjaði sína skip­stjóratíð hjá Ein­ari ríka 1963 og hélt sig við fjöl­skyldu hans nær óslitið. Kom með yfir millj­ón tonn að landi af síld og loðnu. „Það var skemmti­leg­ur tími með Bóba og mikið fiskað. Er kom­inn hring­inn því síðasta árið hef ég verið stýri­maður á nýja Sig­urði. Báðir hörku­skip en tækn­inni hef­ur fleygt fram síðan sá gamli var smíðaður 1960. Þar áður var ég á Heima­ey og lík­ar þetta vel.“

Bjarki Kristjánsson, skipstjóri á Suðurey VE.
Bjarki Kristjáns­son, skip­stjóri á Suðurey VE. mbl.is/Ó​mar Garðars­son

Bjarki seg­ir ólíku sam­an að jafna, skip­un­um frá því hann byrjaði á sjó. „Ég var á Ísleifi VE í fjór­tán vertíðir og það var svo­lítið mikið öðru­vísi. Ekki hægt að líkja þessu sam­an; aðbúnaði áhafn­ar, vinnuaðstöðu og að ferðast und­ir farmi. Allt á kafi á Ísleifi þegar við vor­um með full­fermi og stund­um erfitt í brælu. Það voru líka fleiri í áhöfn, 15 karl­ar, og allt gert á hönd­um þegar nót­in er lögð niður. Sig­urður gamli var mikið skip og gott en var barn síns tíma. Arftak­inn er ný­tísku­skip á all­an máta, öfl­ugt, vel búið tækj­um og íbúðir áhafn­ar eins og á flottu hót­eli. Já, held­ur bet­ur breyt­ing.“

Bjarki er spennt­ur fyr­ir nýju skipi. „Það leggst mjög vel í mig. Flott­ur bát­ur, al­veg eins og mubla segja þeir. Ber 1.400 tonn með full­komn­um kæli­búnaði, sams kon­ar press­ur og í nýja Sig­urði. Al­veg sam­bæri­leg­ur við Heima­ey og Sig­urð nema hann er minni. Nú er maður bara að klára á Sig­urði og hlakka til að taka á móti nýja skip­inu,“ sagði Bjarki að síðustu.

Bakaði brauð fyr­ir Eyja­menn

„Ég kem úr Reykja­vík. Kom til Vest­manna­eyja til að baka brauð hjá Andrési bak­ara. Þaðan lá leiðin í Vél­skól­ann sem ég kláraði árið 2005 þannig að minn fer­ill sem vél­stjóri er ekki lang­ur,“ seg­ir Sig­urður Sveins­son, vél­stjóri á Sig­urði, sem verður yf­ir­vél­stjóri á Suðurey.

„Á und­an var ég vél­stjóri á Hrafni Svein­bjarn­ar­syni GK, frysti­tog­ara frá Grinda­vík, en bjó alltaf í Eyj­um með henni Kollu minni. Mér líkaði vel á Hrafn­in­um en maður verður að breyta til. Var hepp­inn að fá pláss á Sig­urði og hef­ur líkað mjög vel. Það var mikið að læra en mjög gam­an.“

Sigurður Sveinsson, yfirvélstjóri á Suðurey VE.
Sig­urður Sveins­son, yf­ir­vél­stjóri á Suðurey VE. mbl.is/Ó​mar Garðars­son

„Öflug aðal­vél, mik­ill tækja­búnaður í vél, á dekki, í brú og lest­um sem all­ar eru kæld­ar. Öll veiðarfæri eru það stór að manns­hönd­in get­ur engu hnikað. Allt unnið á spil­um og krön­um og öllu fjar­stýrt. Hrafn­inn er gott skip en kom­inn á fer­tugs­ald­ur­inn þannig að viðbrigðin voru tals­verð.“

Sig­urður ber 2.600 tonn og aðal­vél­in um 6.000 hest­öfl. Suðurey er með rúm­lega 4.000 hestafla vél og ber um 1.500 tonn. „Ég hef reynt að kynna mér vél­búnaðinn eins og hægt er. Vél­in er ný­upp­tek­in og ég hlakka bara til. Það er margt líkt með búnaði í Suðurey og Sig­urði þannig að maður veit nokk að hverju maður geng­ur,“ sagði Sig­urður sem tók ásamt Bjarka fyrsta loðnutúr­inn á Sig­urði á vertíðinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: