Þú getur ekki tekið jólin úr stráknum

Guðmundur Egill Bergsteinsson.
Guðmundur Egill Bergsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Eg­ill Berg­steins­son, eig­andi frum­kvöðlafyr­ir­tæk­is­ins Lig­htsnap, legg­ur mik­inn metnað í frum­leg­ar og per­sónu­leg­ar jóla­gjaf­ir. Fatnaður og raf­tæki leyn­ast aldrei í jólapökk­um frá Guðmundi. Morg­un­ganga í mildu vetr­ar­veðri kem­ur Guðmundi í jóla­skap.

„Það er eitt­hvað við brakið í snjón­um í hverju skrefi sem kitl­ar nostal­g­íu­taug­ina, sem er jú það sem jól­in snú­ast um fyr­ir mér, að minn­ast þess hversu ynd­is­legt það var að vera barn og hversu mik­il­vægt það er að hægja aðeins á og labba í snjón­um af og til.“

Hvað er ómiss­andi um jól­in?

„Já, það er góð spurn­ing. Ég segi nú alltaf stund­um að Eg­ils Malt og App­el­sín er það sem ger­ir jól­in fín. En ætli það sé ekki jóla­tón­list­in sem skipt­ir mig mestu máli um jól­in, þótt ölið sé gott. Tunglið, tunglið taktu mig er til dæm­is í miklu upp­á­haldi hjá mér og kem­ur mér í jólagír­inn þótt það sé ekki hefðbundið jóla­lag. Svo eig­in­lega bara allt sem ég finn sem er með kirkju­klukkna­hljómi. Ég er al­gjör „sökk­er“ fyr­ir stemn­ing­unni. Ætli það sé ekki að mestu komið frá henni ömmu, hún er mikið jóla­barn. Það mætti nán­ast kalla mig barna­barn jól­anna.“

Guðmund­ur er hepp­inn þar sem hann á mjög marga vini. „Það get­ur þess vegna verið mik­ill haus­verk­ur að dæla út gjöf­um á alla. Ég hef tekið upp á því sem skipu­leggj­and­inn í öll­um mín­um vina­hóp­um að sam­eina alla í pöbbarölt yfir hátíðirn­ar. Þetta hef­ur vakið mikla lukku og kall­ast hið ár­lega jólaslabb og ég hef reynt að halda þetta hvert ein­asta ár. Þarna hafa all­ir mín­ir vin­ir mögu­leika á því að kynn­ast á jöfn­um grund­velli og aldrei sak­ar það að fá sér einn til tvö jóla­bjóra með. Ég er og hef alltaf verið mjög skipu­lagður og reglu­sam­ur og vin­irn­ir hafa stund­um látið það fara í taug­arn­ar á sér en þeir eru yf­ir­leitt mjög sátt­ir með jólaslabbið,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Í jóla­gjafainn­kaup­um legg ég mik­inn metnað í frum­leika og reglu­gerð. Ég til dæm­is kaupi eina jóla­gjöf og fæ mér einn jóla­bjór, það hef­ur endað mis­vel en það er alla vega eft­ir bók­inni. Mamma, pabbi og syst­ir mín fá alltaf skemmti­leg­ar gjaf­ir frá mér, en mesti metnaður­inn fór alltaf í fyrr­ver­andi. Jól­in 2016 gaf ég henni til dæm­is mynda­al­búm með svona „soft“ nekt­ar­mynd­um af sjálf­um mér sem okk­ur fannst af­skap­lega fyndið. Ég hef aldrei verið mikið fyr­ir að gefa föt eða raf­tæki, þannig að ég reyni að gefa per­sónu­leg­ar gjaf­ir,“ seg­ir hann.

Guðmund­ur seg­ist aldrei hafa séð eft­ir per­sónu­legu gjöf­un­um sem hann hef­ur gefið. Fyr­ir nokkr­um árum gaf hann vin­um sín­um heima­gerð Pókemón­spil en hann var þar í hlut­verki Gummasaurs. „Ég tók göm­ul Pókemón­spil og skóf mynd­ina af Pókemón­in­um og photos­hoppaði mynd af mér með Pókemón­bak­grunn og límdi hana í staðinn.“

„Þessi hug­mynd spratt upp þegar ég var yngri, þá gaf pabbi mér fyrsta Pókemón­pakk­ann í af­mæl­is­gjöf og út frá því þá byrjaði ég að safna Pókemón­spil­um. Ég var kom­inn með frek­ar gott safn þótt ég segi sjálf­ur frá. Eft­ir að ég opnaði fyrsta pakk­ann þá var ekki aft­ur snúið, ég var kom­inn með Pókemónæði. Og lík­lega far­inn að hugsa aðeins lengra en aðrir Pókemónsafn­ar­ar. Ég var far­inn að búa til mína eig­in Pókemóna í hausn­um og gefa þeim trikk eða galdra og nöfn. Ég leit ekk­ert vel út hjá sam­nem­end­um mín­um þegar ég var að kalla á App­ir eða Hol­lem. En það sem mig vantaði á þess­um tíma var að geta sett hug­mynd­ir mín­ar á Pókemón­spil­in. Ekk­ert varð úr App­ir eða Hol­lem og Pókemónæðið minnkaði og fjaraði út.

Það var síðan fyr­ir fimm árum þar sem ég er að grafa í göml­um köss­um að ég finn Pókemónsafnið. Fullt af minn­ing­um fylgdu safn­inu en þá mundi ég ein­mitt eft­ir App­ir og Hol­lem og fer aðeins að pæla í þessu og hvernig ég gæti gert svona Pókemón­spil. Ég fékk þá hug­mynd að photos­hoppa og úr því varð þessi gjöf. Ég gaf vin­um mín­um sem voru gaml­ir Pókemónsafn­ar­ar spil­in og segja þeir að þetta sé sjald­gæf­asta Pókemón­spilið á markaðnum í dag. Hefði verið gam­an að hafa mig í glansi. Lengi lifi Pókemón.“

Hef­ur þú búið til aðrar sniðugar gjaf­ir?

„Faðir minn á það til að gleyma eða týna föt­un­um sín­um út um hvipp­inn og hvapp­inn. Þegar hann finn­ur til dæm­is ekki peys­una sína geng­ur hann oft­ar en ekki í fata­skáp son­ar­ins til að grípa sér eitt­hvað að láni. Það verður þá í fram­hald­inu til þess að ég finn ekki til­tekna flík þegar ég ætla svo í hana. Eitt skiptið þegar ég var bú­inn að leita dyr­um og dyngj­um að upp­á­halds­lopa­peys­unni minni og upp­götvaði svo að pabbi væri lík­lega með hana ákvað ég að þá um jól­in myndi ég bara prjóna peysu fyr­ir hann. Ég hef reynd­ar aldrei verið mik­ill prjónakall þótt maður grípi í þá endr­um og eins og maður­inn er ekki beint í „small“ en það tókst á end­an­um. Eft­ir á að hyggja hefði ég samt lík­lega átt að velja ein­fald­ara munst­ur. Þótt ég hafi verið með smá sina­skeiðabólgu og axl­irn­ar ansi stíf­ar á aðfanga­dags­kvöld var það al­veg þess virði.

Hlut­ir sem hægt er að safna, leika sér með eða spila allt í senn hafa alltaf heillað mig. Ég man til dæm­is hvað ég öf­undaði syst­ur mína af gríðar­stóru Pox-safn­inu henn­ar og færni henn­ar með sleggj­una á sín­um tíma þótt ég hafi verið of ung­ur sjálf­ur til að kom­ast upp á lagið með það. Jójó-æðið er líka eitt­hvað sem ég hefði mikið verið til í að upp­lifa. Ver­andi af þeirri kyn­slóð sem ég er af átti Pokémon því skilj­an­lega hug minn all­an á mín­um yngri árum en engu minni at­hygli fengu þó Dracco-kall­arn­ir sem ég safnaði í gríð og erg. Ein jól­in ákvað ég að föndra mína eig­in Dracco-kalla úr fímó­leir og gefa í gjaf­ir. Ég varð kannski helst til stór­tæk­ur og lét mér ekki nægja að gera ein­göngu fyr­ir mína nán­ustu. Mér fannst stór­fjöl­skyld­an, vin­irn­ir, skóla­fé­lag­arn­ir, kenn­ar­ar, þjálf­ar­ar og sund­laug­ar­verðir auðvitað öll þurfa að eign­ast „cu­stom made Dracco-kall by Gummi“. Á end­an­um urðu þeir því 103 tals­ins.“

Þú get­ur tekið strák­inn úr jóla­nátt­föt­un­um, en þú get­ur ekki tekið jól­in úr strákn­um er setn­ing sem faðir Guðmund­ar sagði oft og seg­ir reynd­ar enn. „Hann er jafn­vel enn meiri jóla­álf­ur en ég. Hann er byrjaður að skreyta heima í byrj­un októ­ber,“ seg­ir Guðmund­ur um föður sinn og seg­ist enn ekki vax­inn upp úr jól­un­um.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: