Klappir staðfest sem grænt fyrirtæki

„Grænt vaxtarfjármagn gefur okkur tækifæri til að vinna áfram að …
„Grænt vaxtarfjármagn gefur okkur tækifæri til að vinna áfram að grænni og sjálfbærari framtíð, vaxa og sækja fram erlendis,“ er haft eftir Jóni Ágústi Þorsteinssyni, forstjóra Klappa. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega sjálf­bærnifyr­ir­tækið ISS ESG hef­ur gert út­tekt á starf­semi ís­lenska hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Klappa og staðfest að hún sé græn. Matið bygg­ir á því að yfir 90% af tekj­um fyr­ir­tæk­is­ins kem­ur frá hug­búnaði þess sem dreg­ur úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda (GHL) hjá fyr­ir­tækj­um, sveit­ar­fé­lög­um og op­in­ber­um aðilum. Slík starf­semi er til­greind sem græn í flokk­un­ar­kerfi ESB (e. EUTaxonomy) en gert er ráð fyr­ir því að sam­bæri­leg­ar regl­ur verði sett­ar hér á landi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Þar seg­ir að um sé að ræða fyrsta sinn sem starf­semi af þess­um toga hljóti slíka staðfest­ingu frá viður­kennd­um aðila líkt og ISS ESG.

„Fyr­ir­tækið hef­ur um ára­bil verið leiðandi á sviði hug­búnaðargerðar fyr­ir sjálf­bærniupp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja og stofn­ana og hef­ur sem slíkt skapað sta­f­rænt vist­kerfi á milli aðila til að deila upp­lýs­ing­um sín á milli. Vist­kerfið auðveld­ar allt ut­an­um­hald um sjálf­bærniupp­lýs­ing­ar og hvet­ur fyr­ir­tæki til að bæta frammistöðu sína út­frá viðmiðum um um­hverfi, fé­lags­lega þætti og stjórn­ar­hætti (UFS),“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is