Svona verður þú langflottust um jólin

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sara Björk Þor­steins­dótt­ir förðun­ar­fræðing­ur og ljós­mynd­ari sýn­ir okk­ur hvernig best er að farða sig um jól­in. Hún farðaði Rósu Maríu Árna­dótt­ur með sín­um upp­á­halds­snyrti­vör­um, aðferðum og förðun­ar­ráðum fyr­ir kom­andi hátíð. Sara Björk notaði Advanced Youth Watery Oil frá Gu­erlain á and­lit Rósu Maríu. Um er að ræða töfra­blöndu af raka­vatni, olíu og serumi.

    „Ég set nokkra dropa í lóf­ann, nudda hönd­un­um sam­an og pressa á hreina húðina,“ seg­ir Sara Björk. Því næst bar hún Dou­ble Ser­um Eye frá Cl­ar­ins á augnsvæðið. Um er að ræða augnkrem sem veit­ir raka, fyr­ir­bygg­ir hinar fín­ustu lín­ur og viðheld­ur æskuljóma. Sara Björk seg­ir að það sé mik­il­vægt að gleyma ekki sól­ar­vörn­inni þótt hita­stigið sé við frost­mark. Hún notaði SOS UV Pri­mer SPF 30 og seg­ir að það sé mik­il­vægt að gleyma ekki þess­ari sól­ar­vörn í jóla­törn­inni.

    „Þessi er mik­il­væg all­an árs­ins hring, raka­gef­andi og fram­kall­ar perlu­ljóma sem birt­ist í gegn­um förðun­ina,“ seg­ir hún.

    Sól­ar­vörn í jóla­törn!

    Þegar sól­ar­vörn­in var kom­in á and­litið var komið að farðanum. Sara Björk notaði Skin Illusi­on Vel­vet frá Cl­ar­ins en að henn­ar mati er það farði sem hyl­ur vel en er létt­ur eins og ser­um. Svo setti hún Shiseido Synchro Skin Self Refres­hing Tint SPF 20 en hún not­ar þann farða eins og „bronz­ing gel“. „Ég setti hann á hæstu punkt­ana á and­lit­inu; enni, kinn­bein, nef­bein og augn­bein fyr­ir frísk­andi sól­kysst og nátt­úru­legt út­lit.“

    Le Cor­recte­ur de Chanel-hylj­ar­inn ger­ir vanda­mál­in ósýni­leg að mati Söru Bjark­ar.

    „Þessi hylj­ari get­ur fram­kallað allt sem maður ósk­ar sér – hvort sem það er full­kom­in húð, góður næt­ur­svefn eða hærri kinn­bein. Það þarf alls ekki mikið!“

    Chanel hring­ir inn jóla­aug­un!

    Um jól­in er gam­an að hafa aug­un svo­lítið mikið förðuð. Sara Björk notaði nýj­ustu litap­all­ett­una frá Chanel, Les Ombres N°5.

    „Jóla­lín­an frá Chanel er ein­stak­lega fal­leg í ár. Augnskuggapall­ett­an sam­an­stend­ur af fjór­um sanseruðum augnskugg­um sem fram­kalla glitrandi gyllta tóna. Ég notaði brún­an augn­blý­ant á Rósu fyrst til að mynda dýpt í augn­förðun­ina og blandaði hon­um út í „smokey eyel­iner“ með litl­um bursta. Síðan byrjaði ég á dekksta litn­um í pall­ett­unni (í ytri augnkrók) og vann mig í átt­ina að ljós­asta (í innri augnkrók),“ seg­ir hún.

    Það er eng­in förðun full­kom­in nema státa af þykk­um og fal­leg­um augn­hár­um. Þá kom Supra Lift & Curl Mascara frá Cl­ar­ins til bjarg­ar en hann er svo­kallaður „lash lift“ maskari sem brett­ir augn­hár­in og veit­ir þeim sýni­lega lyft­ingu ásamt blaut­um eyel­iner sáu til þess að toppa augn­förðun­ina!

    Í blá­lok­in setti Sara Björk Shiseido LipLiner InkDuo 09 Scarlet + Rou­ge G Lux­uri­ous Vel­vet N°555 á var­irn­ar.

    „Þetta er skot­helt vara­kom­bó sem helst á allt jólag­löggið! Ég notaði varalit­inn líka sem kinna­lit til að mynda frísk­legt heild­ar­lúkk. Rósa-var­ir og rósa-kinn­ar setja jóla­kúl­una yfir i-ið að mínu mati.“

    Smart­land Mörtu Maríu og Box Magasín ætla að gefa tveim­ur heppn­um les­end­um förðun­ar­pakka sem inni­held­ur allt sem þú þarft fyr­ir hátíðirn­ar. 

    Í pakk­an­um er Gu­erlain - Advanced Youth Watery Oil. Cl­ar­ins - Dou­ble Ser­um Eye. Cl­ar­ins - SOS UV Pri­mer SPF30. Cl­ar­ins - Skin Illusi­on Vel­vet. Shiseido - Synchro Skin Self Refres­hing Tint SPF 20. Chanel - Le Cor­recte­ur. Chanel - Les Ombres N°5. Cl­ar­ins - Water­proof Eye Pencil Chestnut. Gu­erlain - Mad Eyes Eyel­iner. Cl­ar­ins - Supra Lift & Curl Mascara. Shiseido LipLiner InkDuo Scarlet og Gu­erlain - Rou­ge G Lux­uri­ous Vel­vet N°555. 

    Það eina sem þú þarft að gera er að fylgja Smartlandi á In­sta­gram og merkja þann sem á skilið að fá líka svona fín­erí. Það get­ur verið besta vin­kona þín, syst­ir þín, frænka þín, amma þín eða bara þeim sem þér þykir vænt um. Des­em­ber er mánuður kær­leik­ans og gleðinn­ar! 

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur: