Loðnuveiðum ársins lýkur um helgina

Venus NS á loðnuveiðum.
Venus NS á loðnuveiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Loðnu­vertíð árs­ins lýk­ur um helg­ina þegar jóla­frí sjó­manna hefst sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Sjó­menn á upp­sjáv­ar­skip­um eiga frí frá og með 20. des­em­ber til og með 2. janú­ar. Veiðar mega því hefjast aft­ur 3. janú­ar. Flot­inn var í gær 50-60 míl­ur norðaust­ur af Langa­nesi og hef­ur afl­inn und­an­farið oft verið 2-500 tonn á dag.

Nú er búið að veiða tæp­lega 40 þúsund tonn frá því að vertíðin hófst í síðasta mánuði, sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu. Hugs­an­lega vant­ar í þá tölu nýj­ustu lönd­un­ar­skýrsl­ur. Ljóst er að verk er að vinna fyrstu þrjá mánuði næsta árs við að veiða og vinna loðnuna, en heild­arkvóti ís­lenskra skipa er 662 þúsund tonn. 17 skip hafa landað loðnu í haust og er Jón Kjart­ans­son SU bú­inn að landa 4.223 tonn­um.

Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar kem­ur fram að und­an­farna daga hef­ur loðnu­veiðin gengið mis­jafn­lega. Skip­in eru yf­ir­leitt að toga á litl­um bletti þannig að það er þröng á þingi. Það virðist vera mis­jafnt hvernig skip­in hitta á torf­urn­ar og eins hef­ur gerð veiðarfær­anna án efa ein­hver áhrif á ár­ang­ur­inn, seg­ir á heimasíðunni.

Get­ur verið erfitt að eiga við loðnuna

Haft var eft­ir Þor­keli Pét­urs­syni, skip­stjóra á Bjarna Ólafs­syni, að ein­ung­is væri um dag­veiði að ræða.

„Þetta fer að skila ein­hverju um klukk­an hálf­tíu til tíu á morgn­ana en svo er það búið um hálf­fjög­ur eða fjög­ur á dag­inn. Eft­ir það fæst varla nokkuð. Loðnan er býsna brell­in og get­ur verið erfitt við hana að eiga,“ sagði Þorkell.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: