Skora á Svandísi að taka á samkeppnishindrunum

FA og SFÚ telja mikinn aðstöðumun milli fiskvinnslna án útgerða …
FA og SFÚ telja mikinn aðstöðumun milli fiskvinnslna án útgerða og fiskvinnsla sem einnig gera út fiskiskip. Þetta segja samtökin skapa samkeppnishindranir sem þurfi að leiðrétta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fé­lag at­vinnu­rek­enda og Sam­tök fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda skora á Svandísi Svavars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að tryggja að í vinnu nefnd­ar um framtíð ís­lensks sjáv­ar­út­vegs verði skoðuð verðlagn­ing afurða og leiðir til að rýmka regl­ur um kaup og sölu afla­heim­ilda.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í bréfi sam­tak­anna tveggja, og 200 míl­ur hef­ur und­ir hönd­um, til ráðherr­ans í til­efni af þeim fyr­ir­heit­um sem gef­in eru í stjórn­arsátt­mál­an­um um skip­un nefnd­ar sem gert er að kort­leggja áskor­an­ir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi, sem og meta þjóðhags­leg­an ávinn­ing af nú­ver­andi fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi.

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svandís Svavars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í bréfi sam­tak­anna til Svandís­ar seg­ir að mik­il­vægt sé að í störf­um sín­um taki nefnd­in sér­stak­lega fyr­ir starfs- og sam­keppn­is­skil­yrðum fisk­vinnslna sem ekki reka út­gerð og eru háðar fisk­mörkuðum þegar kem­ur að hrá­efnisöfl­un.

„Eitt af því sem stend­ur rekstri þess­ara fyr­ir­tækja fyr­ir þrif­um er skert sam­keppn­is­staða vegna svo­kallaðrar tvö­faldr­ar verðlagn­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi. Upp­gjör­sverð vinnslu- og út­gerðarfyr­ir­tækja í innri viðskipt­um er mun lægra en verð það sem fæst fyr­ir fisk­inn á fisk­mörkuðum,“ seg­ir í bréf­inu.

Kvarta vegna ára­tug­ar aðgerðarleys­is

Í bréfi sam­tak­anna er vak­in at­hygli á því að í kjöl­far kvört­un­ar Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda sendi Sam­keppnis­eft­ir­litið frá sér álit árið 2012, sem beint var til þáver­andi ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála, Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar. Í álit­inu er meðal ann­ars fjallað um sam­keppn­is­stöðu sam­keppn­is­stöðu út­gerða sem ekki stunda fisk­vinnslu og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja sem ekki stunda veiðar, gagn­vart út­gerðum sem bæði stunda veiðar og vinnslu.

Telja þau að sam­keppn­is­hindr­un fel­ist í að aðeins þeim sem eiga og reka fiski­skip sé heim­ilt að versla með afla­heim­ild­ir, sem er sagt valda því að vinnsl­ur án út­gerðar eiga erfiðara með að verða sér úti um hrá­efni.

Jafn­framt er vak­in at­hygli á skekkju í verðmynd­un þar sem hvati er fyr­ir fé­lög með út­gerð og vinnslu að gefa upp sem lægst verð í innri viðskipt­um. „Eft­ir því sem verð á afl­an­um sem seld­ur er til fisk­vinnslu í eigu út­gerðarfyr­ir­tæk­is er lægra þeim mun lægri verður launa­kostnaður viðkom­andi út­gerðar og hafn­ar­gjöld af lönduðum afla.“ Auk þess sem þessi innri viðskipti eru sögð valda því að minni afli fari um fisk­markaði sem skekki verðmynd­un þar.

Fjór­ar leiðir til úr­bóta

Sam­keppnis­eft­ir­litið til­greindi í áliti sínu fjór­ar mögu­leg­ar leiðir sem eiga að draga úr sam­keppn­is­hindr­un­um. Bent var á mögu­leg­ar milli­verðlagn­ing­ar­regl­ur, jöfn­un hafn­ar­gjalda milli út­gerða sem stunda vinnslu og þeirra sem gera það ekki, að koma í veg fyr­ir áhrif út­gerða á verðlag­stofu­verð og auka heim­ild­ir til versl­un með afla­heim­ild­ir.

Í fyrsta lagi að komið verði á sér­stök­um milli­verðlagn­ing­ar­regl­um sem hafa það aðmark­miði að verðlagn­ing í innri viðskipt­um á milli út­gerðar- og fisk­vinnslu­hluta verði eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila sé að ræða. Í öðru lagi er lagt til að hafn­ar­gjöld verði jöfnuð með því að viðmið um gjald­töku miðist frek­ar við til að mynda landað magn eða fisk­verð sem væri ákveðið af óháðum op­in­ber­um aðila.

Þá er get­ur ráðherra beitt sér fyr­ir breyt­ing­um á laga­legri um­gjörð Verðlags­stofu skipta­verðs þannig að full­trú­ar út­gerðanna komi ekki leng­ur með bein­um hætti að ákvörðun um verðlags­stofu­verð, sem stuðst er við í innri viðskipt­um samþættra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Að lok­um er bent á að hægt sé að auka heim­ild­ir til kvótaframsals. Slík breyt­ing væri til þess fall­in að jafna aðstöðumun fisk­vinnslna án út­gerðar gagn­vart fisk­vinnslu samþættra út­gerða til að verða sér út um hrá­efni til vinnsl­unn­ar.

Vilja sam­ráð

„Sam­tök­in skora á ráðherra að tryggja að horft verði til tvö­földu verðlagn­ing­ar­inn­ar og þeirra sam­keppn­is­hindr­ana sem rakt­ar voru í áliti Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, í vinnu nefnd­ar­inn­ar. Þau mæl­ast jafn­framt til þess að haft verði sam­ráð við sér­hæfðu fisk­vinnsl­urn­ar og sam­tök þeirra og leitað eft­ir sjón­ar­miðum þeirra í vinnu nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir í bréfi sam­tak­anna til Svandís­ar Svavars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Hafnargjöld eru rukkuð á grundvelli aflaverðs en verðið er mun …
Hafn­ar­gjöld eru rukkuð á grund­velli afla­verðs en verðið er mun minna þegar er um innri verðlagn­ingu samþættr­ar út­gerðar að ræða. mbl.is/​Hari
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: