Hefur lifað tímana tvenna í útgerðinni

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins tók á móti Ginnenton í síðustu …
Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins tók á móti Ginnenton í síðustu viku. Hann verður Suðurey VE 11 og er verið að gera hann kláran á loðnu. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Eyþór Harðar­son út­gerðar­stjóri Ísfé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um tók á móti nýju skipi í síðustu viku þegar Suðurey VE bætt­ist í flota Ísfé­lags­ins. Eyþór er af sjó­mönn­um kom­inn þó ekki hafi hann stefnt á sjó­inn. Faðir hans, Hörður Jóns­son skip­stjóri, gerði út And­vara VE 100 ásamt Jó­hanni Hall­dórs­syni til árs­ins 1980 að hann hætti í út­gerð réð sig á báta Hraðfrystistöðvar­inn­ar sem Sig­urður Ein­ars­son átti og stýrði.

Eyþór byrjaði ung­ur að vinna hjá Hraðfrystistöðinni hjá Sig­urði. Hélt seinna til náms í raf­magns­tækni­fræði í Þýskalandi. Réði sig til Ísfé­lags­ins þar sem Sig­urður Ein­ars­son var við stjórn­völ­inn eft­ir mikla upp­stokk­un í sjáv­ar­út­vegi í Vest­manna­eyj­um þegar Hraðfrystistöðin og Ísfé­lagið sam­einuðust und­ir merkj­um Ísfé­lags­ins og Fiskiðjan og fleiri fyr­ir­tæki runnu inn í Vinnslu­stöðina. Raf­magns­tækni­fræðing­ur­inn varð síðar út­gerðar­stjóri þar sem hann hef­ur lifað tím­ana tvenna. Fjöl­skyld­an er í golfi þar sem mamm­an var for­ing­inn. Á kafi í íþrótt­a­starfi þar sem hand­bolt­inn er í efsta sæti.

Vestmannaeyjar.
Vest­manna­eyj­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Sjálf­ur byrjaði ég í gamla Ísfé­lag­inu eft­ir grunn­skóla 1980 og vann þar hefðbund­in verka­manna­störf,“ seg­ir Eyþór en for­eldr­un­um fannst ekki mik­il framtíð í fisk­vinnu. „Pabbi sann­færði Sigga Ein­ars um að gera mig að lær­lingi í raf­virkj­un. Í ág­úst 1981 byrjaði ég í FES­inu eins og bræðsla Hraðfrystistöðvar­inn­ar var kölluð. FES-ið er og hef­ur verið sér­stak­ur vinnustaður. Mjög skemmti­leg­ur og þess­um árum voru 15 manns á vakt, alls 30 manns á átta tíma vökt­um. Byrjaði ekki vel, eng­in loðnu­veiði á vertíðinni en því meira að gera í frysti­hús­inu.“

Loðnu­vertíð á þess­um árum stóð frá fe­brú­ar og fram í apríl. „Að vinna á vökt­um all­an þenn­an tíma var mikið fjör og maður kynnt­ist mann­skap sem seint gleym­ist. Erum enn að rifja upp sög­urn­ar þegar við hitt­umst, Viðar Togga, Ási Friðriks, Guðgeir Matt, Bogi Sig verk­smiðju­stjóri og Jón­as á Múla meist­ar­inn minn og marg­ir fleiri. Allt flott­ir og skemmti­leg­ir kall­ar.“

Og margt var brallað. „Við Ási erum frum­kvöðlar. Sett­um upp sjálfsaf­greiðslu­versl­un­ina Ásþór  í kaffi­stof­unni. Full­ir bjart­sýni eft­ir fyrstu vik­una og sáum fram á golf­ferð til Skot­lands að vori. Enduðum með skuld  upp 20 þúsund kall hvor. Lögðum of mikið traust á vinnu­fé­lag­ana sem héldu að við vær­um að græða á fram­tak­inu og slepptu að skrifa aðra hverja kók­flösku.  Í ljósi nýrra versl­un­ar­hátta er sjálfsaf­greiðsla ekki nýtt fyr­ir­brigði,“ seg­ir Eyþór og glott­ir.

Eyþór og Ási, ráku verslunina Ásþór í FESinu sem endaði …
Eyþór og Ási, ráku versl­un­ina Ásþór í FES­inu sem endaði með skelli. Ljós­mynd/​Aðsend

Til Þýska­lands í nám

Árið 1987 er stefn­an tek­in á nám í raf­magns­tækni­fræði, fyrst  í Reykja­vík og í fram­halds­nám í Þýskalandi. En það varð að vinna fyr­ir hlut­un­um, kom­inn með fjöl­skyldu, konu og tvö börn. Var eitt ár í Geisla og á tog­ar­an­um Vest­manna­ey VE í eitt og hálft ár þar sem hann var baadermaður. „Við fór­um til Lü­beck 1991 og ég vann hjá Baader á meðan ég lærði þýsk­una. Það hjálpaði að hafa verið Baadermaður á Vest­manna­ey og Maggi Krist­ins hringdi nokk­ur sím­töl til að liðka fyr­ir. Haustið 1992 byrjaði ég í skól­an­um og kláraði hann haustið 1995. Allt keyrt á fullu til að klára námið á sem styst­um tíma,“ seg­ir Eyþór sem átti von á að enda í Reykja­vík en fékk vinnu hjá Ísfé­lag­inu.

„Ég seldi Sigga Ein­ars þá hug­mynd að ég gæti gert eitt­hvað gagn við tækni­væðingu fiski­mjöls­verk­smiðjunn­ar og frysti­húss­ins.  Hon­um fannst ástæða til að reyna það og við flutt­um heim um haustið 1995.“

Stærstu verk­efn­in voru breyt­ing­ar í átt að meiri sjálf­virkni og betri ork­u­nýt­ingu auk inn­leiðing­ar á iðntölvu­kerf­um. „Það var gam­an að vera þátt­tak­andi í því. Þegar sá fyr­ir end­ann á því varð brun­inn í des­em­ber 2000 þegar frysti­hús Ísfé­lags­ins brann. Þar voru næg verk­efni fyr­ir tækni­mann í upp­bygg­ing­unni sem þá fór í hönd,“ seg­ir Eyþór sem bauðst staða út­gerðar­stjóra sum­arið 2003. Sló til og hef­ur upp­lifað mikl­ar breyt­ing­ar á flot­an­um.

Ísfélag Vestmannaeyja er þekkt kennileiti í bænum.
Ísfé­lag Vest­manna­eyja er þekkt kenni­leiti í bæn­um. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

End­ur­nýj­un flot­ans stærsta verk­efnið

„Útgerðar­stjóra­starfið var ekki það sem ég reiknaði með en þú kannt eitt­hvað og leit­ar aðstoðar í því sem þú kannt ekki. Það skemmti­lega við út­gerð er að ekk­ert ár er eins og þú ert að vinna með mörg­um, oft stór­kost­legu fólki og mikl­ar breyt­ing­ar á flot­an­um. Skip­in sem Ísfé­lagið átti þegar ég byrjaði voru öll far­in 2013. Sá síðasti var Sig­urður gamli, það mikla afla- og happa­skip. Búið að end­ur­nýja all­an flot­ann með nýju skip­un­um, Heima­ey og Sig­urði sem eru æv­in­týri hvort fyr­ir sig. Heima­ey smíðuð í Síle og Sig­urður í Ist­an­búl.“

Upp­haf­lega ætlaði Ísfé­lagið að láta smíða tvö skip í Síle. Árið 2007, fyrsta nóv­em­ber á af­mæl­is­degi Sig­urðar Ein­ars­son­ar var skrifað und­ir samn­ing um fyrra skipið og það seinna nokkru síðar. „Fyrra skipið átti að af­hend­ast 2010 en svo kem­ur efna­hags­hrunið 2008. Það tafði en smíðin var kom­in vel á veg 2010 þegar stærsti jarðskjálfti í Síle í 50 ár ríður yfir. Í haf­inu rétt fyr­ir utan þar sem Heima­ey var í smíðum. Flóðbylgj­an sem fylgdi eyðilagði allt nema Heima­ey sem slapp og kom heim 2012.“

Nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja var sjósett 2011.
Nýtt skip Ísfé­lags Vest­manna­eyja var sjó­sett 2011. Ljós­mynd/Í​sfé­lagið

Breytt­ir tím­ar með nýj­um skip­um

Heima­ey er nú­tíma upp­sjáv­ar­skip sem reynst hef­ur reynst vel í alla staði. Nýr Sig­urður kem­ur 2014 og er enn öfl­ugri.

„Þetta eru ánægju­legu verk­efn­in en það geng­ur á ýmsu eins og t.d. brun­inn í Guðmundi í Póllandi 2006. Já, þetta er fjöl­breytt og erfitt að fá leið á vinn­unni.  Fyrr en var­ir ertu kom­in í allt annað verk­efni með nýju fólki,“ seg­ir Eyþór og skip­in hafa yngst,  stækkað og eru full­komn­ari á all­an hátt.

Tekið á móti nýju skipi. Bjarki Kristjánsson skipstjóri, Stefán Friðriksson, …
Tekið á móti nýju skipi. Bjarki Kristjáns­son skip­stjóri, Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins, Jon­ath­an Claesen Chamor­et frá­far­andi skip­stjóri og Eyþór Harðar­son út­gerðar­stjóri. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Sig­urður gamli, afla­hæsta skip ís­lenska flot­ans var smíðaður 1960, Guðmund­ur var 1967 mód­elið, Harp­an frá 1977. „Íslend­ing­ar voru með von­laus­an flota um alda­mót­in í sam­an­b­urði við Norðmenn. Núna erum við með stór og öfl­ug upp­sjáv­ar­a­skip sem kæla afl­ann. Koma með þúsund tonna farma í topp­gæðum eft­ir fjóra til fimm daga og hver ein­asta padda fer til mann­eld­is. Nýju skip­in okk­ar, Álsey og Suðurey stand­ast all­ar kröf­ur og eru nauðsyn­leg viðbót með stærri loðnu­kvóta og breyttri hegðun mak­ríls.“

Staðan væri önn­ur ef þess­ara skipa nyti ekki við. „Við þurft­um að sækja mak­ríl­inn lang leiðina til Nor­egs í sum­ar og núna er heimasíld­in 80 til 100 míl­ur vest­ur af Reykja­nesi, veidd með trolli niður við botn. Ekki hægt að ná henni í nót. Þetta hefði orðið síld­ar­leys­is­ár og eng­an mak­ríl að fá hefðum við ekki átt þessi stóru og glæsi­legu skip.  

Vinnuaðstaða og aðstaða sjó­manna nú og fyr­ir 15 til 20 árum er eins og svart og hvítt. Skip­in vel búin á all­an hátt og fara bet­ur með menn. Um leið hækk­ar starfs­ald­ur sjó­manna og er meðal­ald­ur yf­ir­manna um sex­tugt á sum­um bát­un­um. Menn ent­ust ekki svona lengi á sjón­um hér áður.“

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum.
Heima­ey VE 1 og Sig­urður VE 15 að veiðum. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Golf, hand­bolti og póli­tík

Lífið er ekki bara síld, loðna, mak­ríll, kol­munni og bol­fisk­ur hjá Eyþóri. Hann held­ur við fjöl­skyldu­hefðinni í golf­inu þar sem mamma hans, Sjöfn Guðjóns­dótt­ir var ein ör­fárra kvenna sem spilaði golf þegar hún byrjaði 1970. Pabbi hans, Hörður Jóns­son fylgdi í fót­spor kon­unn­ar og það sama gerðu Eyþór og syst­ur hans, Alda, Hrönn og Katrín. Sjálf­ur var hann í stjórn GV í fjög­ur ár.

„Golf­völl­ur­inn er ein af perl­um Eyj­anna og seg­ull á golfara uppi á landi sem þykir viðburður að koma til Eyja og spila golf. Flott­asti golf­völl­ur­inn og í hon­um liggja gríðarleg tæki­færi með nýj­um Herjólfi og Land­eyja­höfn. Hér er kom­in fyrsta flokks gist­ing og fólk get­ur valið á milli háklassa mat­sölustaða.“

Eyþór hef­ur víðar látið til sín taka í íþrótta­mál­um. Er í grunn­inn Þór­ari og stolt­ur af því að hafa aldrei æft með Tý. Íþrótta­fé­lög­in, Þór og Týr sam­einuðust und­ir merkj­um ÍBV 1997. Þar var Eyþór í stjórn fyrstu fjög­ur árin en það er hand­bolt­inn sem á hug hans all­an. Í byrj­un var óvissa um framtíð hand­bolt­ans í Eyj­um en síðan hef­ur leiðin legið upp á við og hef­ur ekk­ert fé­lag hreppt eins marga titla í öll­um flokk­um og ÍBV frá því ÍBV-íþrótta­fé­lag var stofnað.

Golf í Vestmannaeyjum er einstök upplifun
Golf í Vest­manna­eyj­um er ein­stök upp­lif­un Skjá­skot/​In­sta­gram

„Strax eft­ir að við kom­um heim frá Þýskalandi datt ég inn í hand­boltaráð með góðu fólki. Á þess­um tíma voru menn að  gef­ast upp á rekstri meist­ara­flokks karla. Bar­átta var milli Þórs og Týs sem sam­einuðust sem bet­ur fer. Það  myndaðist strax góð stemn­ing í ráðinu, við feng­um góða leik­menn og þjálf­ara til okk­ar. Það skilaði sér í betri ár­angri. Svo byrjuðu börn­in að spila og maður fylg­ir þeim þannig að maður hef­ur ekki sleppt hend­inni af hand­bolt­an­um. Það sem hef­ur breyst er hvað það er svo stór hóp­ur sem vinn­ur í kring­um hand­bolt­ann í dag. Marg­ar hend­ur vinna létt verk. Eng­inn einn með þetta á bak­inu eins og var 1995,“ seg­ir Eyþór sem slysaðist inn í bæj­ar­póli­tík­ina fyr­ir síðustu kosn­ing­ar.

„Er varamaður á lista sjálf­stæðismanna,“ seg­ir Eyþór og hlær inni­lega. „Datt inn í póli­tík á mjög sér­stök­um tíma, flokk­ur­inn klof­inn og hef því ekki kynnst því al­menni­lega hvernig er í raun og veru að vinna í póli­tík í venju­legu ár­ferði. Sam­fé­lagið er í sár­um en það grær og von­andi vinn­um við okk­ur út úr þessu sem fyrst. Það fenn­ir í þau spor,“ sagði Eyþór að end­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: