Ráðgjöf um stopp er ekki óvænt

Vinnsla humars.
Vinnsla humars. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta eru eng­ar gleðifrétt­ir. Humar­veiðin hef­ur dreg­ist sam­an jafnt og þétt síðustu ár svo sást í hvað stefndi. Nýj­ustu tíðindi eru kannski ekki svo mjög óvænt,“ seg­ir Jón Páll Kristó­fers­son, rekstr­ar­stjóri Ramma í Þor­láks­höfn. Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti fyr­ir helgi þá ráðgjöf sína að veiðar á humri verði óheim­il­ar næstu tvö ár, svo allr­ar varúðar sé gætt.

Jafn­framt er til­laga Hafró sú að veiðar með botn­vörpu verði bannaðar á til­tekn­um svæðum á veiðislóðinni nærri Hornafirði. Vís­inda­menn segja að í ár hafi hum­arafli á hverja sókn­arein­ingu verið hinn minnsti frá upp­hafi, eft­ir sam­fellda lækk­un frá 2007. Stofn­stærð humars í mæl­ingu þessa árs sé um fjórðungi minni en var 2016. Stofn­mæl­ing með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi taln­inga á humar­hol­um á sjáv­ar­botni hófst þegar stofn­inn var þá þegar í mik­illi lægð. All­ir ár­gang­ar í stofn­un­um allt frá 2005 séu mjög litl­ir. Verði ekki gripið til vernd­ar og veiðstopps nú megi bú­ast við áfram­hald­andi sam­drætti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: