Loðna brædd í verksmiðjunum fram undir jól

Í gærmorgun kom uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, til Akureyrar.
Í gærmorgun kom uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, til Akureyrar. mbl.is/Þorgeir

Loðnu­skip­in hafa komið hvert af öðru til hafn­ar frá Þórs­höfn til Vest­manna­eyja og eru sjó­menn í jóla­leyfi til og með 2. janú­ar. Lík­legt er að verk­smiðjurn­ar verði í gangi fram und­ir jól þar sem tals­verðum afla var landað síðustu daga. Heild­arafl­inn á vertíðinni, sem hófst í síðasta mánuði, er orðinn um 60 þúsund tonn.

Íslensku skip­in mega veiða alls 662 þúsund tonn á vertíðinni og til viðbót­ar mega er­lend skip veiða 240 þúsund tonn. Hlut­ur Norðmanna er alls rúm­lega 145 þúsund tonn og síðasta vet­ur komu um 60 norsk skip hingað til veiða. Mest mega 30 norsk skip vera að veiðum í einu og þau mega aðeins veiða með nót. Norðmenn hafa ekki heim­ild til veiða við landið leng­ur en til og með 22. fe­brú­ar og mega ekki veiða fyr­ir sunn­an línu, sem er dreg­in beint í aust­ur frá punkti sunn­an Álfta­fjarðar.

Lík­legt er að norsku skip­in birt­ist á miðunum und­ir lok janú­ar, en eft­ir er að koma í ljós hvort afli þeirra verði unn­in í ís­lensk­um verk­smiðjum eða í Nor­egi. Þá eiga Græn­lend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar dágóða kvóta, og einnig skip frá lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins, og ljóst er að líf og fjör verður á loðnumiðum eft­ir ára­mót.

Um tólf þúsund tonn­um var landað í fiski­mjöls­verk­smiðjur Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði um nýliðna helgi, um sex þúsund tonn­um í hvora þeirra. Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar er haft eft­ir verk­smiðju­stjór­un­um, Hafþóri Ei­ríks­syni í Nes­kaupstað og Eggert Ólafi Ein­ars­syni á Seyðis­firði, að ljóm­andi vel gangi að vinna loðnuna. Gert er ráð fyr­ir að vinnslu verði lokið í báðum verk­smiðjum fyr­ir jóla­hátíðina og eng­in vinnsla fari fram á milli hátíða. Sam­tals hafa verk­smiðjur Síld­ar­vinnsl­unn­ar tekið á móti 21.700 tonn­um.

Bjarni Ólafsson, Barði, Blængur og Beitir við bryggju í Neskaupstað …
Bjarni Ólafs­son, Barði, Blæng­ur og Beit­ir við bryggju í Nes­kaupstað í gær. Blæng­ur var ný­kom­inn úr túr í Bar­ents­hafið, en hin skip­in voru á loðnu­veiðum. Við bryggju verk­smiðjunn­ar má sjá mjöl­skip. Sól­in kitl­ar fjallstopp­ana í veður­blíðunni fyr­ir aust­an en geisl­ar henn­ar sjást í bæn­um seint í janú­ar. Ljós­mynd/​Smári Geirs­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: