Alþingi komið í jólafrí

Þingheimur er kominn í frí til 27. desember.
Þingheimur er kominn í frí til 27. desember. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ann­arri umræðu um fjár­lög árs­ins 2022 lauk á átt­unda tím­an­um á Alþingi. Umræðurn­ar stóðu langt fram á nótt í gær­kvöldi og hafa átt hug þing­heims alls ásamt fjár­auka­lög­um og svo­kölluðum bandormi og er þingið nú komið í jóla­frí.

Vilja vita um fyr­ir­heit ráðherra í kosn­inga­bar­áttu

Tvær beiðnir um skýrsl­ur voru sömu­leiðis samþykkt­ar í lok þessa síðasta þing­fund­ar fyr­ir jól.

Sú fyrri um fram­lög styrki, vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, fyr­ir­heit og samn­inga allra ráðherra, frá full­trú­um allra stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna, þar sem óskað er eft­ir að rík­is­end­ur­skoðandi taki sam­an skýrslu um of­an­greint á tíma­bil­inu frá frest­un funda Alþing­is 13. júní í sum­ar og til setn­ing­ar nýs þings. Fyrsti flutn­ings­maður beiðninn­ar var Helga Vala Helga­dótt­ir. 

Sú síðari beiðni um skýrslu frá inn­an­rík­is­ráðherra um und­anþágur frá ald­ursákvæði hjú­skap­a­laga. 

 Í skýrsl­unni komi m.a. fram hvaða verklag var viðhaft í hverju til­viki, þ.e. hvaða hlut­lægu viðmið voru lögð til grund­vall­ar við mat um­sókna, hvaða gagna hafi verið aflað og hvernig ráðuneytið rækti rann­sókn­ar­skyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þving­un að ræða áður en hver beiðni um und­anþágu var samþykkt,“ seg­ir í skýrslu­beiðninni. Fyrsti flutn­ings­maður henn­ar er Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, sem áður hef­ur sent fyr­ir­spurn­ir til ráðherra og vakið at­hygli á mál­inu. 

Nokkr­ir varaþing­menn sem tekið hafa sæti á þing­inu í ljósi hópsmits á Alþingi fluttu jóm­frú­ar­ræður sín­ar í umræðunum um fjár­lög­in, þeirra á meðal Arn­ar Þór Jóns­son, Thom­as Möller, Þór­unn Wolfram og Elín Anna Gísla­dótt­ir.

Þá tóku Sigþrúður Ármann og Friðjón R. Friðjóns­son, varaþing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins sæti á Alþingi í dag í fyrsta sinn. 

Þakkaði fjár­laga­nefnd góð störf

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar, lauk umræðunni í ræðu sinni með því að fara yfir þær, atriði sem spurt hafði verið út í og þakkaði fjár­laga­nefnd fyr­ir gott sam­starf. 

„Þessi for­gangs­röðun í út­gjalda­aukn­ingu sem að ég hef hér farið yfir, og margt ert þá ósagt, er í sam­ræmi við skýra stefnu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um að byggja und­ir sterkt sam­fé­lag vel­ferðar og jafnra tæki­færa. Að lok­um vil ég segja; eins hér hef­ur komið fram og all­ir átta sig á hef­ur tím­inn til fjár­laga­vinn­unn­ar verið afar knapp­ur. Ég ít­reka þakk­ir mín­ar til nefnd­ar manna í fjár­laga­nefnd fyr­ir gott sam­starf og hafa all­an tím­ann verið sam­starfs­fús og viljað greiða leið þess­ar­ar vinnu og ég vona svo sann­ar­lega að það gefi tón­inn fyr­ir kom­andi kjör­tíma­bil.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar. mbl.is/​Arnþór

Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir er starf­andi for­seti Alþing­is. Lín­eik er ann­ar vara­for­seti þings­ins en bæði Birg­ir Ármanns­son og Odd­ný Harðardótt­ir eru fjarri góðu gamni með í ein­angr­un með Covid-19. 

Koma sam­an 27. des­em­ber

Lín­eik seg­ir í sam­tali við mbl.is að stefnt sé að því að Alþingi komi sam­an að nýju þann 27. des­em­ber til að klára þriðju umræðu fjár­laga, bandorms­ins og annarra dag­setn­inga­mála. 

Líneik Anna Sævarsdóttir, er starfandi forseti Alþingis.
Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, er starf­andi for­seti Alþing­is. mbl.is/​Arnþór

Um raun­ir síðustu daga, þar sem einn þingmaður á fæt­ur öðrum hef­ur greinst með Covd-19 í miðri fjár­la­gaum­ræðu skömmu fyr­ir jól seg­ir Lín­eik að þrátt fyr­ir allt hafi gengið vel. 

„Þetta hef­ur allt gengið vel fyr­ir sig og þing­flokks­for­menn og vara­for­set­ar lagst á eitt með að láta þing­störf­in ganga greiðlega fyr­ir sig,“ seg­ir Lín­eik. 

mbl.is