Ástarendurfundir í sólinni?

Scott Disick dvelur nú á St. Barts með fyrrum elskhuga …
Scott Disick dvelur nú á St. Barts með fyrrum elskhuga sínum Bellu Banos. ZAK BENNETT

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Scott Disick gerði vel við sig fyrir jólahátíðirnar og skellti sér í sólina á St. Barts. Þar hitti hann fyrir fyrrverandi ástmey sína, fyrirsætuna Bellu Banos. Disick og Banos hafa átt í stopulu ástarsambandi í gegnum árin en sáust ganga saman á ströndinni á St. Barts fyrr í þessari viku.

Síðast sáust Disick og Banos saman á Malibu í Bandaríkjunum í október 2020, stuttu eftir að hann hafði slitið sambandi sínu við fyrirsætuna Sofiu Richie. Í þeim sama mánuði fór hann að hitta aðra fyrirsætu, Ameliu Gray Hamlin.

Disick og Hamlin slitu sambandi sínu nú í haust.

Disick hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikurnar en hann sást síðast í New York áður en hann flaug til St. Barts. 

mbl.is