Keypti íbúð á árinu og heldur fyrsta jólaboðið

Rakel Hjartardóttir.
Rakel Hjartardóttir. mbl.is/Unnur Karen

Rakel Sjöfn Hjart­ar­dótt­ir bak­ari er góð í að gera fal­leg­ar kök­ur á jóla­borðið. Súkkulaði-crêpesið henn­ar slær alltaf í gegn enda er sú kaka ein­stak­lega flott og bragðgóð. 

„Þegar ég var yngri gerði ég marg­ar til­raun­ir í bakstri. Ég gerði sem dæmi kran­sa­kök­una mína sjálf þegar ég fermd­ist. Ég hóf nám mitt sem bak­ari strax eft­ir grunn­skóla og lærði hjá Jóa Fel. Seinna vann ég einnig hjá 17 sort­um. Þegar ég var 21 árs þurfti ég að hætta að vinna við bakst­ur vegna veik­inda, svo það voru nokk­ur ár þar sem ég bakaði ekki mikið og gerði þá aðallega kök­ur fyr­ir fjöl­skyldu mína og vini.“

Fyrr á þessu ári ákvað Rakel að nú væri kom­inn tími til að byrja að baka aft­ur.

„Þegar ég var yngri hafði ég mikl­ar áhyggj­ur af því að kök­urn­ar sem ég bjó til væru ekki nægi­lega flott­ar, þær voru ekki þráðbein­ar og renni­slétt­ar. Mér fannst ég ekki hafa vott af list­ræn­um hæfi­leik­um í mér. Nú hef ég lært að sjá feg­urðina í ófull­kom­leik­an­um og þegar ég bý til kök­ur og eft­ir­rétti reyni ég að hugsa ekki of mikið um út­lit þeirra. Ég byrja bara að skreyta og leyfi sköp­un­ar­gleðinni að ráða.“

Góð að gera kök­ur fyr­ir aðra

Rakel ger­ir ein­stak­ar kök­ur fyr­ir jól­in. Meðal ann­ars hvíta köku sem hún skreyt­ir með grænu greni og rauðum berj­um.

„Ég gerði þessa köku fyrst sem út­skrift­ar­köku fyr­ir eina af mín­um bestu vin­kon­um. Þetta er veg­ansúkkulaðikaka með ganache á milli botna.

Þegar ég geri kök­ur fyr­ir fjöl­skyldu og vini reyni ég að hafa þær eins per­sónu­leg­ar og ég get.

Bragðteg­und­in er þá eitt­hvað sem ég veit að viðkom­andi finnst gott eða held­ur upp á. Það sama á við um út­litið.

Ég var ekk­ert búin að ákveða fyr­ir fram hvernig ég ætlaði að skreyta kök­una held­ur tók ég sam­an það sem mér fannst passa við vin­konu mína og byrjaði svo bara að púsla ein­hverju sam­an.“

Hverju mæl­irðu með á jól­un­um sem er ein­falt og gott?

„Súkkulaði-crêpes er ein­föld og góð kaka sem er frá­bær á jóla­borðið. Hún sýn­ir að ein­fald­leik­inn stend­ur fyr­ir sínu. Það þarf ekki meira en crêpes (pönnu­kök­ur) og rjóma, þá ertu kom­in/​n með fal­lega og bragðgóða köku sem höfðar til flestra.

Maður vill auðvitað bjóða upp á góðar og fal­leg­ar kræs­ing­ar á jóla­borðinu og það get­ur tekið tíma, en það er ein­mitt það sem mér finnst skemmti­legt við þessa köku. Í raun er það gróf­leik­inn sem ger­ir hana flotta.

Síðan er líka mikið svig­rúm til að leika sér með sam­setn­ing­una. Það er hægt að hafa hana klass­íska eða fríska upp á bragðið með ganache eða berj­um.“

mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Býður upp á létta og góða eft­ir­rétti á jól­un­um

Þau hjón­in verja jól­un­um með stór­fjöl­skyld­unni og mæt­ir þá Rakel vana­lega með eft­ir­rétt­inn.

„Ég kem aldrei með sama eft­ir­rétt­inn tvisvar. Mér finnst gam­an að koma með eitt­hvað sem er ekki endi­lega talið vera klass­ísk­ur jóla­eft­ir­rétt­ur, eitt­hvað létt og ferskt sem get­ur verið gott þegar maður er bú­inn að borða yfir sig af jóla­matn­um. Sem dæmi sítr­ónu­t­art.

Við ætl­um samt að halda okk­ar fyrsta jóla­boð í ár á Þor­láks­messu. Við hjón­in keypt­um okk­ur íbúð á ár­inu og hlökk­um mikið til að geta boðið fjöl­skyld­unni heim.

Ég á ör­ugg­lega eft­ir að búa til allt of marg­ar teg­und­ir af kök­um og eft­ir­rétt­um, en ég er löngu búin að búa til lista yfir það sem mig lang­ar að bjóða upp á.

Ég hef svo gam­an af því að baka að ég geri yf­ir­leitt alltof metnaðarfull plön miðað við tím­ann sem ég hef.“

Að bjóða upp á heima­lagaðar kök­ur hef­ur vana­lega mikla merk­ingu að mati Rakel­ar.

„Mér finnst það alla­vega hafa mikla merk­ingu. Þegar ég bý til kök­ur fyr­ir mína gesti finnst mér ég vera gera eitt­hvað í þeim til­gangi að gleðja. Ég tel gest­ina hafa gam­an af því að borða kök­urn­ar sem ég vanda mig við að gera. Það vakna sömu til­finn­ing­ar við að gera af­mæl­is­köku fyr­ir ein­hvern eins og að gera kök­ur fry­ir heilt boð.

Til­gang­ur­inn er að gleðja. Það gleður alla að fá blóm og mig lang­ar að halda að það gleðji líka að fá kök­ur. Svo þegar ég legg vinnu í að gera kök­ur vona ég að það veki sömu til­finn­ingu og ef ég myndi gefa hverj­um gesti stór­an blóm­vönd fyr­ir að koma í heim­sókn.“

Gott að bera sig ekki sam­an við aðra þegar maður bak­ar

Tel­ur þú alla geta bakað?

„Já, það geta svo sann­ar­lega all­ir bakað. Ég hef fulla trú á því að all­ir geti klórað sig í gegn­um þá upp­skrift sem verið er að nota, sama þótt flækj­u­stigið sé hátt.

En það er kannski oft skreyt­ing­in sem fólki finnst draga sig niður. Það verður alltaf erfitt að herma ná­kvæm­lega eft­ir ein­hverri mynd sem maður sá á Pin­t­erest. Ef það er flott skreyt­ing sem viðkom­andi vill prófa, þá ættu all­ir frek­ar að gera sína út­gáfu af kök­unni og hafa mynd­ina þá frek­ar til viðmiðunar. Það verður eng­inn ánægður með sína eig­in vinnu ef verið er að bera sig sam­an við næsta mann. Ég tel ánægju­legra að leyfa sköp­un­ar­gleðinni að ráða og standa með sínu.“

Hún seg­ir kök­ur á net­inu þannig gerðar að nán­ast ómögu­legt sé að gera eins kök­ur þar sem verk­fær­in og um­gjörðin eru flókn­ari en venju­leg eld­hús bjóða upp á.

„Þess vegna segi ég að maður verður kannski ánægðari með út­kom­una ef maður ger­ir sína eig­in út­gáfu.“

Hver eru eft­ir­minni­leg­ustu jól sem þú hef­ur upp­lifað?

„Það voru jól­in í fyrra, árið 2020.

Son­ur minn var ný­lega fædd­ur þá, aðeins fjög­urra vikna. Við vor­um bara stutt í öll­um jóla­boðum og fór­um snemma heim til að vera í ró­leg­heit­un­um sam­an heima hjá okk­ur.

Mér fannst svo nota­leg til­finn­ing að vera heima með litlu fjöl­skyld­unni minni og búa til okk­ar eig­in hefðir.“

Súkkulaði-crêpes-kaka

80 g smjör

670 ml mjólk

6 egg

210 g hveiti

80 g kakó

90 gr syk­ur

1000 g rjómi til að setja á milli

Aðferð

1. Bræðið smjörið sam­an við mjólk­ina og leyfið að kólna aðeins.

2. Setjið hveiti, kakó og syk­ur sam­an í skál. Hrærið sam­an og passið að það séu eng­ir kekk­ir í hveit­inu.

3. Bætið eggj­un­um sam­an við hveiti­blönd­una. Hrærið þar til bland­an er orðin að þykku deigi.

4. Að lok­um er mjólk­ur­blönd­unni blandað sam­an við deigið í skömmt­um. Passið að blanda vel sam­an á milli til að forðast kekki í deig­inu. Best er að nota písk eða handþeyt­ara.

5. Hellið þunnu lagi af deig­inu á pönnu, bæði er hægt að nota pönnu­kökupönnu og crêpes-pönnu. Bakið crêpes þar til þær eru farn­ar að þorna á yf­ir­borðinu. Snúið kök­un­um við og bakið þar til ljós­brún­ar á hinni hliðinni.

6. Þeytið rjómann og búið til ganache á meðan kök­urn­ar eru að kólna.

Ganache

375 g súkkulaðidrop­ar

250 g rjómi

50 g smjör

Aðferð

1. Setjið súkkulaðið í skál og setjið til hliðar.

2. Setjið rjómann í pott og hitið að suðu.

3. Hellið rjóm­an­um yfir súkkulaðið og leyfið að standa í eina mín­útu.

4. Hrærið blönd­una sam­an hægt og ró­lega með sleikju. Mik­il­vægt er að gera þetta ró­lega til að ná blönd­unni mjúkri og glans­andi

Einnig er hægt að nota mjólk­ursúkkulaðidropa, það þarf aðeins meira af mjólk­ursúkkulaði til að halda þykkt­inni. Setja þarf 450 g af mjólk­ursúkkulaði í þessa upp­skrift.

Einnig er hægt að setja 2-3 anís­stjörn­ur í rjómann þegar hann er hitaður til að fá smá lakk­rí­skeim.

Sam­setn­ing

1. Setjið kalda crêpes-köku á disk og smyrjið hana með smá ganache.

2. Smyrjið kök­una næst með rjóma, gott ef rjóma­lagið er svipað þykkt og kak­an.

3. End­ur­takið þar til þið eruð bú­inn að stafla öll­um kök­un­um.

4. Enda­lagið á að vera kaka.

5. Hægt er að setja ganache á efstu kök­una og skreyta að vild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: