Pakkar aldrei inn jólagjöfum

Aðalsteinn Haukur Sverrisson.
Aðalsteinn Haukur Sverrisson.

Aðal­steinn Hauk­ur Sverris­son, fram­kvæmda­stjóri RECON og varaþingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er góður í að leika sér á milli þess að vinna hart að mál­efn­um líðandi stund­ar. Hann er einn af frum­fjár­fest­um Solid Clouds og kann lag á því að tengj­ast börn­um sín­um í gegn­um tölv­una líka. 

Hvaða jólatýpa ert þú?

„Ég hef, frá því ég var barn að al­ast upp í Banda­ríkj­un­um, verið mikið jóla­barn og hef­ur það lítið breyst í gegn­um árin.“

Hvernig nýt­ist hæfi­leiki þinn í vinnu á jól­un­um?

„Ég er sér­stak­lega góður í að halda tíma­setn­ing­unni þegar þarf að fara í allt að þrjú boð á dag á milli jóla og ný­árs.“

Hvað sérðu um á heim­il­inu á jól­un­um?

„Ég sé um elda­mennsk­una og að setja upp jóla­tréð. Börn­in eru orðin svo stálpuð í dag að þau hafa mikið tekið við að skreyta.“

Hvað ger­ir þú ekki?

„Ég pakka ekki inn gjöf­um. Mig vant­ar al­veg færn­ina í það.“

Áttu góðar minn­ing­ar frá æsku tengd­ar jól­un­um?

„Já, ég á marg­ar góðar minn­ing­ar en það sem stend­ur upp úr er hvað ég vann alltaf möndlu­gjöf­ina á jól­un­um. Enda var ég yngst­ur í fjöl­skyld­unni.“

Áttu fimm ráð til að auka á upp­lif­un á jól­un­um?

„Ég mæli með að fara í góða göngu­túra á milli máltíða. Að fylla vatn á tréð á morgn­ana. Vera með til­búna möndlu­gjöf fyr­ir alla ald­urs­hópa. Að kaupa jóla­gjaf­ir snemma og að vera í góðu skapi á jól­un­um.“

Hvernig klæðir þú þig um jól­in?

„Ég hef haldið í þá hefð sem ég var al­inn upp við, að vera spari­klædd­ur á aðfanga­dag og á jóla­dag. Svo er ég hefðbundið fínn dag­ana á milli jóla og ný­árs.“

Lestu mikið um jól­in? „Já ég les frek­ar mikið, eða þrjár til fjór­ar bæk­ur yfir hátíðina. Ég er bú­inn að panta tvær sem ég hlakka mikið til að lesa.“

Spil­arðu tölvu­leik á jól­un­um?

„Já, held­ur bet­ur og það hef­ur auk­ist meira með hverju ár­inu enda erum við börn­in mín far­in að spila fleiri leiki sam­an.“

Hver er upp­á­haldstölvu­leik­ur­inn þinn?

„Civilizati­on VI (6) og Coun­ter Strike eru upp­á­halds­leik­irn­ir í augna­blik­inu en svo allt sem viðkem­ur herkænsku einnig í upp­á­haldi. Þar á Star­bour­ne nátt­úr­lega sér­stak­an stað í mínu hjarta enda er ég einn af frum­kvöðlun­um á bak við þann leik. Svo má ekki gleyma Hay Day í sím­an­um sem ég spila með strák­un­um mín­um. Við erum sterk­ir sam­an þar.“

Hvaða leikja­tölva er á óskalist­an­um um jól­in?

„Við feng­um okk­ur Playstati­on 5 fyrr á ár­inu svo áhersl­an verður á leiki í ár.“

Hvað kem­ur þér í jóla­skap?

„Það sem kem­ur mér í mjög mikið jóla­skap er að syngja með kór sem frændi minn Tóm­as Eggerts­son org­an­isti stýr­ir í Selja­kirkju.

Það er alltaf hátíðlegt að taka þátt í því.“

Hvaða rak­spíri er í upp­á­haldi?

„Ég hef alltaf verið hrif­inn af Fierce frá Abercrombie & Fitch, svo er Boss líka í miklu upp­á­haldi.“

Hvað um upp­á­halds­mat­inn?

„Upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn er kalk­únn með öllu meðlæt­inu, sæt­kart­öflu­stöppu, trönu­berja­hlaupi, rósa­káli, am­er­ískri stuff­ing, rauðkáli og brúnuðum kart­öfl­um. Við erum svo­lítið búin að „fusi­on“-væða jóla­mat­inn, blanda ís­lensku við hið banda­ríska, eins og eðli­legt þykir. Svo finnst okk­ur æðis­legt að vera með tartalett­ur með hangi­kjöts­upp­stúfs-fyll­ingu í há­deg­inu á jóla­dag.“

Hvert er upp­á­halds­snjall­for­ritið?

„NFL Game Pass-for­ritið til að horfa á am­er­íska fót­bolt­ann og Messenger.“

Hver er skemmti­leg­asta æf­ing­in

til að halda sér í formi?

„Það er að fara á hjólið (e. trainer) og í sjó­sund tvisvar í viku í Naut­hóls­vík­inni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: