Gaf manninum sínum sömu jólagjöfina tvisvar

Ása Tryggvadóttir ásamt eiginmanni sínum.
Ása Tryggvadóttir ásamt eiginmanni sínum.

Ása Tryggva­dótt­ir kera­mik­hönnuður tek­ur hlut­ina ekki of al­var­lega á jól­un­um. Hún reikn­ar með að vera á Spáni og gefa bónd­an­um fal­lega glæ­nýja jóla­gjöf en ein jól­in fékk hann sömu gjöf­ina í annað sinn. Hún hef­ur rekið verk­stæði og galle­rí í fal­legu gömlu húsi við Vatns­stíg 3 síðastliðin sjö ár. Ása er þekkt fyr­ir hvann­arstilk­ana sína úr hvítu postu­líni sem eru vin­sæl­ir núna. Hún er orðin spennt fyr­ir jól­un­um þótt und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir þau sé með öðru sniði en áður.

Hafa prófað að vera á Spáni um ára­mót­in

„Við hjón­in bjugg­um á Raufar­höfn okk­ar fyrstu bú­skap­ar­ár með strák­un­um okk­ar þrem­ur þar sem við sköpuðum okk­ar hefðir. Við vor­um með rjúp­ur sem maður­inn minn veiddi en hvor­ugt okk­ar ólst upp við það. Á meðan hann eldaði rjúp­urn­ar fór ég í messu. Ég var í sókn­ar­nefnd þannig að ég fór auðvitað í kirkju. Ég hélt því svo áfram þegar við flutt­um á Seltjarn­ar­nesið og finnst það alltaf svo jóla­legt.“

Hvernig verða jól­in á þessu ári?

„Við ætl­um að prófa að vera á Spáni, ef það verður í lagi vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Við höf­um verið á Spáni um ára­mót og hef­ur það verið mjög gam­an. Spán­verj­ar eru mjög hress­ir um jól og ára­mót. Við borðuðum á huggu­leg­um veit­ingastað á gaml­árs­kvöld, sem var fal­lega skreytt­ur, við feng­um alls kon­ar grím­ur og flaut­ur, svo var brjálað stuð hjá hljóm­sveit­inni, dansað og hlegið.“

Ása er ekk­ert sér­stak­lega mik­il jóla­kona í dag að eig­in sögn en hef­ur gam­an af því að gera fínt í kring­um sig á jól­un­um.

„Ég kann að meta að leggja fal­lega á borð og skreyta smá­veg­is. Það er samt alltaf að minnka áhug­inn fyr­ir að skreyta. Ég vil ein­falda jóla­skrautið, helst hafa allt í ein­um kassa í geymsl­unni.“

Hún er þó sann­færð um að fal­leg­ar gjaf­ir gleðji á jól­un­um.

„Það er alltaf gam­an að fá fal­leg­an pakka. Inni­haldið þarf ekki að vera stór­vægi­legt, en það er mest gam­an að nota óhefðbund­inn papp­ír og skraut.“

Með fast­ar hefðir sem hafa skap­ast í gegn­um árin

Það sem Ása ger­ir alltaf fyr­ir jól­in er að steikja laufa­brauð.

„Þegar við ger­um laufa­brauð, þá kem­ur syst­ir mín og henn­ar fjöl­skylda og við sker­um út og steikj­um, höf­um síld og smökk­um hangi­kjöt. Það eru eins kon­ar litlu jól. Það er eins alltaf gerður sérríís fyr­ir jól­in, þar sem not­ast er við gamla upp­skrift frá mömmu. Ísinn elsk­um við öll.“

Ása er löngu hætt að baka og seg­ir hún eng­an á heim­il­inu sakna þess.

„Við erum lítið fyr­ir kök­ur, en ég kaupi alltaf pavlov­ur sem Odd­fellow­kon­ur baka og selja á bas­ar fyr­ir jól­in. Það er ein­stak­lega gott að setja ber og rjóma á þær.“

Hvað dreym­ir þig um í jóla­gjöf?

„Ég væri al­veg til í eitt­hvað fal­legt frá Spaks­manns­spjör­um. Þar er allt svo tíma­laust og fal­legt.“

Hver er sniðug­asta gjöf­in sem þú hef­ur gefið á jól­un­um?

„Ég gaf mann­in­um mín­um tvisvar sömu jóla­gjöf­ina. Það var bók eft­ir Böðvar Guðmunds­son sem var enn í plast­inu eft­ir tvö ár svo ég pakkaði henni bara aft­ur inn og setti und­ir jóla­tréð! Mér og strák­un­um fannst þetta mjög fyndið. Ég held að hann hafi tekið hana úr plast­inu þarna í seinna skiptið.“

Hvað ertu að gera nýtt og spenn­andi á verk­stæðinu þínu?

„Hvítu hvann­arstilk­arn­ir eru klass­ísk­ir og hef ég gert þá í 10 ár. Ég er nú að gera þá stóra og í fleiri lit­um, í svörtu og bronslit. Ég geri einnig bolla sem hafa verið vin­sæl­ir lengi en ég hannaði þá fyrst í nám­inu mínu. Þeir hafa verið í björt­um og fal­leg­um lit­um sem fólk hef­ur verið ánægt með.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: