Brynhildur hefur safnað jólaskrauti í 40 ár

Brynhildur Brynjúlfsdóttir er mikið jólabarn.
Brynhildur Brynjúlfsdóttir er mikið jólabarn. mbl.is/Unnur Karen

Bryn­hild­ur Brynj­úlfs­dótt­ir hef­ur á und­an­förn­um fimmtán árum verið með fjög­urra metra jóla­tré í stof­unni heima. Öll fjöl­skyld­an tek­ur hönd­um sam­an um að setja um 3.500 ljós og yfir 650 hengj­ur á tréð, sem tek­ur vana­lega þrjá daga í fram­kvæmd.

Bryn­hild­ur, þjón­ustu­full­trúi í Ari­on­banka, er fag­ur­keri sem kann að meta jól­in. Hún sel­ur Tupp­erware á síðunni Tupp­erware. Binna en flest­ir sem þekkja hana kalla hana Binnu. Hún er gift Rafni Páls­syni og sam­an hafa þau eign­ast þrjá syni, tengda­dæt­ur og þrjú barna­börn.

Eins og sést á þessari mynd er Brynhildur og fjölskylda …
Eins og sést á þess­ari mynd er Bryn­hild­ur og fjöl­skylda henn­ar með mik­inn metnað þegar kem­ur að jóla­tré­inu og skreyt­ing­um þess.

„Ég er alltaf með jól­in í huga og ef ég sé fal­legt jóla­tré úti í skógi þá hugsa ég oft að það væri gam­an að skreyta þetta tré.

Ef ég sé eitt­hvað fal­legt tengt jól­un­um þá skipt­ir engu hvaða tími árs­ins er. Ég elska líka gömlu jóla­lög­in sem maður get­ur sungið há­stöf­um með.“

Bryn­hild­ur vill hafa lif­andi jóla­tré.

„Ljós­in eiga að loga á trénu frá því það er kveikt á því á aðfanga­dag þangað til jól­in eru kvödd á þrett­ánd­an­um.

Þar sem við erum með góða loft­hæð hjá okk­ur langaði okk­ur að prófa að vera með hátt tré. Við höf­um nú verið með fjög­urra metra tré á hverju ári í yfir fimmtán ár heima hjá okk­ur.“

Búin að safna skrauti í yfir 40 ár

Bryn­hild­ur seg­ir áskor­un á hverju ári að finna rétta tréð.

„Þetta er alltaf mjög gam­an en væri ekki hægt nema af því að all­ir hjálp­ast að.

Það tek­ur um þrjá daga að koma trénu upp og skreyta að fullu og þótt syn­ir okk­ar séu komn­ir með sín heim­ili þá koma þeir ásamt fjöl­skyldu og hjálpa til við að skreyta.

Við erum búin að safna jóla­trés­skrauti í yfir 40 ár og alltaf bæt­ist eitt­hvað við.

Síðast þegar ég taldi voru um 3.500 ljós og yfir 650 hengj­ur á trénu. Það skipt­ir líka máli hvar kúl­urn­ar og fíg­úr­urn­ar hanga. Allt skrautið verður að njóta sín á trénu svo það verður eins og æv­in­týra­land og neðst er alltaf það óbrjót­an­lega svo börn­in geti skoðað með hönd­un­um líka. Að lok­um er það svo engla­hárið, ör­mjó­ir silf­urþræðir sem full­komna verkið.“

Bryn­hild­ur á erfitt með að stand­ast fal­leg­ar jóla­kúl­ur.

„Ég er því alltaf að bæta ein­hverju við á hverju ári. Svo eru marg­ir sem færa mér eina og eina kúlu eða annað skraut á tréð.“

Þau hjón­in hafa haldið jól sam­an heima hjá sér á aðfanga­dag und­an­far­in 44 ár.

„Ég á ekki von á að það verði nokk­ur breyt­ing þar á.“

Ertu búin að ákveða hvað verður í mat­inn?

„Nei, en hefðbund­inn jóla­mat­ur hjá okk­ur á aðfanga­dag er léttreykt­ur lambahrygg­ur, stund­um höf­um við breytt til og verið með pek­in­gönd og svo erum við alltaf með paellu á ný­árs­dag.

Í eft­ir­rétt er heima­til­bú­inn vanilluís og triffli með kó­kos­kök­um og Madeira.

Svo er laufa­brauðið ómiss­andi með öllu sam­an.“

Bryn­hild­ur er mikið fyr­ir gott skipu­lag og vör­ur í eld­húsið sem skýr­ir áhuga henn­ar á Tupp­erware.

„Vin­sæl­ustu vör­urn­ar til jóla­gjafa þetta árið eru UltraPro-steikarfatið, sem er létt og þægi­legt fat úr sér­stöku hitaþolnu plasti. Það þolir hita­stig frá -25°C til 250°C og má þar af leiðandi fara í bak­arofn­inn. Sí­lí­konofn­hansk­arn­ir eru líka alltaf vin­sæl­ir. Svo eru líka aðrar gjaf­ir sem fólk kaup­ir til að stinga með í jólapakk­ann.“

Bryn­hild­ur mæl­ir hik­laust með Tupp­erware-vör­un­um í jólapakk­ann.

„Í raun í hvaða pakka sem er. Hverju maður mæl­ir með fer auðvitað eft­ir þörf­um viðtak­anda gjaf­ar­inn­ar. Hvort það eru ílát und­ir þurr­vöru eða til að auka end­ingu mat­væla eins og græn­met­is, til að elda í eða skemmti­leg­ar græj­ur til að létta okk­ur störf­in í eld­hús­inu heima, í bú­staðnum eða í ferðavagn­in­um. Þú finn­ur þetta allt í vöru­lista Tupp­erware.“

mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Laufa­brauðsgerð stór hluti jól­anna

Hver er mesta snilld­in sem þú hef­ur fengið þér ný­lega í eld­húsið?

„Það er án efa Super Sonic Chopp­er sem kem­ur í þrem­ur stærðum. Hann sker allt að 288 skurði á 15 sek­únd­um og þú sax­ar niður lauk á auga­bragði án þess að tár­ast.“

Ein af aðal­hefðunum fyr­ir jól­in hjá fjöl­skyld­unni er að skera og steikja laufa­brauð.

„Við ger­um laufa­brauðið frá grunni eft­ir gam­alli upp­skrift sem hef­ur fylgt fjöl­skyld­unni í ára­tugi. Stór­fjöl­skyld­an kem­ur þá sam­an og all­ir eiga glaðan dag við að hnoða, fletja, skera og steikja laufa­brauð. Börn­in læra hand­tök­in svo hefðinni er viðhaldið.

Þar sem við erum frá Vest­manna­eyj­um er part­ur af jóla­hefðinni okk­ar að fara á þrett­ánd­ann í Eyj­um og kveðja jól­in.

Þangað koma Grýla og Leppalúði með allt sitt hyski, jóla­sveina og tröll en þau eiga öll heima í fjöll­un­um í Eyj­um.

Álfar koma líka og kveðja okk­ur mann­fólkið og úr verður mik­il hátíð.

Jóla­svein­ar fara í blys­för um bæ­inn og all­ir koma sam­an við bál­köst og gleðjast og skemmta sér. Börn­un­um finnst skemmti­legt að fá að leiða upp­á­hald­sjó­la­svein­inn sinn og dansa með álf­un­um en eru líka hrædd við mörg tröll­in,“ seg­ir Bryn­hild­ur og legg­ur áherslu á hversu mik­il­vægt er að upp­lifa jól­in með börn­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: