Svona pródúserar Hanna Kristín jólin

Hanna Kristín Skaftadóttir er komin í jólaskap.
Hanna Kristín Skaftadóttir er komin í jólaskap. mbl.is/Árni Sæberg

Hanna Krist­ín Skafta­dótt­ir, lektor og fag­stjóri viðskipta­greind­ar við Há­skól­ann á Bif­röst, er hrein­lega ekki kom­in svo langt að hugsa til jóla. Hún legg­ur mest upp úr upp­lif­un á jól­un­um og að vera með börn­um sín­um. 

„Ég geri sterk­lega ráð fyr­ir því að vera á Íslandi á jól­un­um. Al­mennt hef ég í gegn­um tíðina ekki viljað hafa of mik­il plön um hátíðarn­ar og frek­ar viljað njóta kyrrðar og sam­veru með krökk­un­um mín­um án þess að vera í stressi.“

Hanna Krist­ín er ekki upp­tek­in af því með hverj­um hún er á jól­un­um svo framar­lega sem hún er með börn­un­um sín­um. Hún hef­ur upp­lifað jól­in víða um heim­inn og tekið sitt lítið af hverju og til­einkað sér frá ólík­um stöðum.

„Ein jól­in okk­ar í Banda­ríkj­un­um var þáver­andi maður­inn minn á vakt á spít­al­an­um þar sem hann starfaði sem lækn­ir og ég og syn­ir mín­ir vor­um ein á aðfanga­dag. Þá tók­um við upp á því að gera bara allt í sam­ein­ingu við þrjú, ég og syn­ir mín­ir tveir, og búa til aðfanga­dags­hátíð eft­ir okk­ar höfði. Þeir út­bjuggu mat­seðil sjálf­ir og settu hann upp í wordskjali. Þá voru val­kost­ir á mat­seðlin­um sem hentuðu öll­um; for­rétt­ur, aðal­rétt­ur, meðlæti og eft­ir­rétt­ur sem var hægt að velja um, og auðvitað drykk­ir. Þeir prentuðu svo út mat­seðlana, lögðu á borð og ég eldaði alls kyns kræs­ing­ar sem þeir höfðu valið. Eng­in krafa var af minni hálfu um að mat­ur­inn væri hátíðleg­ur.“

Jól­in eru fyr­ir alla

Eina hugs­un­in þessi jól­in og í raun öll önn­ur jól er að all­ir fái það sem þá lang­ar í.

„Ann­ar sona minna þessi jól­in var þjónn­inn sem tók niður pant­an­ir og hinn reiddi fram rétt­ina á borðið. Ég sá svo um að mat­reiða allt það sem þá langaði í. Strák­arn­ir voru svo sniðugir að þeir meira að segja voru með nafn á þess­um til­búna veit­ingastað okk­ar. Þetta voru æðis­leg jól og skemmti­legt að gera svona öðru­vísi með strák­un­um. Til að toppa þessa sögu al­veg þá nokkr­um dög­um áður hafði verið jóla­stund í skól­an­um hjá strák­un­um. Þar var búið að æfa klass­ísk og hress jóla­lög sem krakk­arn­ir sungu, í jólapeys­um. Æðis­leg­ur tón­list­ar­kenn­ari stýrði söngn­um og því­líkt og annað eins jóla­atriði hef ég aldrei áður séð. Þetta var al­veg eins og í bíó­mynd. Ég hugsa að þetta sé ein sú allra hátíðleg­asta stund sem ég hef upp­lifað.“

Hanna Krist­ín kynnt­ist því að vin­ir henn­ar í Banda­ríkj­un­um vörðu tím­an­um meira með kjarna­fjöl­skyld­unni og vin­um en stór­fjöl­skyld­unni.

„Ein jól­in, þegar ég var ólétt að dótt­ur minni, þá fór ég ekk­ert til Íslands yfir hátíðarn­ar og fagnaði hátíðar­dög­un­um bara með krökk­un­um mín­um og vina­fólki. Á jóla­dag þau jól­in var ég í mat­ar­boði hjá vin­konu minni og með for­eldr­um henn­ar og systkin­um. Það var mjög skemmti­leg og hátíðleg upp­lif­un. Hún eldaði mik­inn veislu­mat og það voru á boðstól­um kalk­únn, trönu­berja-„rel­ish“, sæt­kart­öflustappa með syk­ur­húðuðum pek­an­hnet­um og fleira gotte­rí. Þetta var svaka­lega am­er­ískt veislu­borð og mjög hátíðlegt. Al­mennt í mat­ar­boðum sem ég hef farið í í Banda­ríkj­un­um þá hefst veisl­an snemma og end­ar mjög snemma. Einnig fannst mér meira um að börn­in séu al­mennt með for­eldr­un­um í veisl­um og heim­sókn­um hjá vina­fólki og þess vegna er byrjað snemma – svo all­ir geti farið heim með börn­in á skikk­an­leg­um tíma.“

Meira úr­val af skrauti í Banda­ríkj­un­um

Skreyt­ir þú mikið heima hjá þér á jól­un­um?

„Ég var lítið í því hér áður fyrr en hef gert meira af því und­an­far­in ár eft­ir að hafa búið í Banda­ríkj­un­um. Það er svo mikið skreytt í Banda­ríkj­un­um og alls kon­ar skemmti­leg­ar skreyt­ing­ar í boði sem maður sér sjald­an á Íslandi. Svo ég hugsa að ég haldi áfram að skreyta. Það skap­ar líka skemmti­lega sam­veru­stund og minn­ing­ar fyr­ir börn­in og mig.“

Hvað ger­irðu aldrei á jól­un­um?

„Ég reyni nú fyrst og fremst að sleppa öllu stressi. Mér finnst miklu skemmti­legra að leyfa bara jól­un­um að koma og njóta þess að vera með mín­um nán­ustu. Ég hef reynt að finna meðal­veg­inn á því að hafa hátíðlegt og skapa ákveðna stemn­ingu um jól­in og síðan að láta ekki hefðir hlaupa með okk­ur krakk­ana í gön­ur. Held að krakk­arn­ir kunni líka að meta það að hafa ekki of mikið stress. Síðan hef­ur mér þótt betra að sleppa áfengi um hátíðarn­ar – en að því sögðu sleppi ég al­mennt áfengi.“

Leyf­ir vana­lega öðrum að elda á jól­un­um

Hvernig mat eld­ar þú?

„Ég get því miður ekki státað af því að vera mik­ill kokk­ur um hátíðarn­ar. Ég er ágæt í eld­hús­inu fyr­ir al­menna elda­mennsku en þegar kem­ur að stór­hátíðarmat hef ég yf­ir­leitt deilt deg­in­um með öðrum sem eru ráðabetri en ég í eld­hús­inu. Ef ég fæ ein­hverju ráðið finnst mér mjög gott að fá kalk­úna­bringu, sæt­ar kart­öfl­ur, gott sal­at og svona al­mennt mat í létt­ari kant­in­um. Trönu­berjameðlætið sem ég fékk í Banda­ríkj­un­um hjá vin­konu minni var líka al­veg hrika­lega gott. Svo er frönsk lauksúpa alltaf mjög góð í for­rétt.“

Hvað með gjaf­ir og fleira skemmti­legt?

„Mér finnst skemmti­legt að gleðja börn­in mín um jól­in með pökk­um en þess utan er ég ekki mik­il pakka­mann­eskja. Ein jól­in vor­um við strák­arn­ir mín­ir á Teneri­fe og það var bara ágætt að vera ekki á handa­hlaup­um með pakka­send­ing­ar á Þor­láks­messu. Við vor­um bara í góðum gír á strönd­inni að slaka á og þamba virg­in-kokteila.“

Gef­urðu þér jóla­gjöf ár­lega?

„Mér finnst allt í lagi að dekra smá við sig á jól­un­um, fara sem dæmi í spa og kaupa smá­veg­is pakka eða eitt­hvað sem mann er búið að langa í lengi. Ég er strax kom­in með augastað á dek­ur­gjöf­inni í ár sem mig lang­ar í og hugsa að ég gefi mér það í jóla­gjöf. En það allra besta er samt að hjúfra sig und­ir teppi, lesa góða bók og fá sér te­bolla. Til að toppa það er mjög ljúft ef það snjó­ar úti og maður kveik­ir á kert­um.“

Jól­in eru aldrei eins

Áttu sögu af þér, á ein­hverj­um umbreyt­inga­tíma, þar sem þú breytt­ir jól­un­um þínum?

„Ég er ekki mik­il mann­eskja hefða til að byrja með, svo að umbreyt­ing­ar á jól­un­um hjá mér hafa verið gegn­um­gang­andi. Það hef­ur mikið breyst hjá mér und­an­far­in ár með jól­in. Allt frá því að vera með maka og þrjú börn í Banda­ríkj­un­um, vera ein með maka mín­um yfir jól­in í Montréal, með stór­fjöl­skyld­unni á Teneri­fe og yfir í að vera ein með þrjú börn á Íslandi yfir jól­in. Eini fast­inn og hefðin sem ég held í er að krakk­arn­ir mín­ir fái að njóta sín og þau upp­lifi ró­leg­heit, gleði og ein­læga fjöl­skyld­u­stund.“

Fjár­hag­ur skipt­ir miklu máli á jól­un­um því við þurf­um jú fé til að gera fal­legt í kring­um okk­ur og gera hlut­ina vel. Sum­ir eru góðir í að gera mikið úr litlu og aðrir hafa sparað lengi fyr­ir jól­un­um. Hvernig hugs­ar þú þetta?

„Það er bara þannig að ég legg ekki mikið upp úr gjöf­um og set þess í stað stemn­ing­una miklu meira í and­rúms­loftið og upp­lif­un­ina, að þetta sé tími sam­vista og friðar. Síðan hef ég notað sama jóla­skrautið ár eft­ir ár. Ætli ég myndi ekki flokk­ast sem týp­an sem er góð í að gera mikið úr litlu. En ég er klár­lega samt ekki á þeirri línu að hefja pakkainn­kaup­in snemma á ár­inu. Ég leyfi syst­ur minni al­farið að bera þann kyndil. Ég er þekkt fyr­ir að spek­úl­era ekki einu sinni í gjafa­kaup­um fyrr en mögu­lega á Þor­láks­messu.“

Hanna Krist­ín dá­ist að fólki sem byrj­ar snemma að plana jól­in.

„Ég er ótta­leg­ur sveim­hugi og hef oft­ar en ekki staðið mig að því að nán­ast rétt ná að koma mér í kjól­inn fyr­ir jól­in. Mér hef­ur líka þótt ákveðinn sjarmi yfir því að plana ekki alltof snemma held­ur bara sleppa tök­un­um og ein­beita mér frek­ar að upp­lif­un barn­anna. Það ger­ist ekk­ert slæmt þó svo ég nái ekki að klára að gera allt full­komið fyr­ir jól­in. Ætli ég sé ekki bara mjög af­slöppuð týpa gagn­vart hátíðar­und­ir­bún­ingi al­mennt. Það er svo margt annað að stressa sig á í líf­inu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: