Veiðigjöld hækka töluvert um áramótin

Veiðigjöldin taka nokkrum breytingum um áramótin og verður nokkuð um …
Veiðigjöldin taka nokkrum breytingum um áramótin og verður nokkuð um hækkanir á helstu nytjastofnum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson

Hinn 1. janú­ar taka gildi ný veiðigjöld fyr­ir árið 2022 og mun gjald á marga mik­il­væga nytja­stofna hækka tölu­vert. Gjald á þorsk mun hækka um 7% í 17,74 krón­ur á hvert óslægt kíló og gjald á ýsu hækk­ar um 4% í 17,11 krón­ur á hvert kíló. Þá hækk­ar gjald á stein­bít um 8% í 14,8 krón­ur og á skar­kola um 17% í 4,24 krón­ur.

Mesta hækk­un­in er á skötu­sel og hækk­ar gjaldið sam­kvæmt aug­lýs­ingu yf­ir­valda í Stjórn­artíðind­um um 496%, úr 3,83 krón­um á þessu ári í 22,84 krón­ur árið 2022. Næst­mest hækk­ar veiðigjald sem lagt verður á kol­munna og fer það úr 0,99 krón­um í 2,15 krón­ur á kíló.

Mikl­ar hækk­an­ir verða einnig í öðrum upp­sjáv­ar­teg­und­um og hækk­ar gjald á mak­ríl um 66% milli ára í 5,27 krón­ur. Meiri hækk­un verður í síld­inni og hækk­ar gjaldið úr 2,68 krón­um í 4,76 krón­ur, eða um 78%.

Ekki er hægt að ganga að því vísu að tekj­ur rík­is­sjóðs af veiðigjöld­um auk­ist þrátt fyr­ir hækk­an­irn­ar þar sem veru­leg­ar skerðing­ar hafa til dæm­is átt sér stað í út­hlutuðum veiðiheim­ild­um í þorski, sem er ein verðmæt­asta teg­und­in í út­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða.

60 þúsund á langreyði

Veiðigjöld lækka einnig milli ára í ein­stök­um teg­und­um og er mesta lækk­un­in í karfa þar sem gjald fer úr 11,83 krón­um í 9,59 krón­ur og nem­ur lækk­un­in því 19%. Þá lækk­ar veiðigjald á hlýra um 17% í 10,04 krón­ur á kíló, gjald á ufsa lækk­ar um 12% í 8,82 krón­ur og gjald á þykkval­úru fer úr 33,59 krón­um í 31,32 krón­ur og lækk­ar því um 7%.

Veiðigjald fyr­ir hverja langreyði verður 59.442 krón­ur og 9.511 krón­ur fyr­ir hverja hrefnu. Veiðigjald á sjáv­ar­gróður verður 594 krón­ur á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara.

mbl.is