Ástin fölnar hjá sumum rétt eins og hún blómstrar hjá öðrum. Nokkur íslensk stjörnupör fóru hvort í sína áttina á árinu 2021. Rétt er þó að hafa í huga að skilnaðir eru ekki bara endalok heldur nýtt upphaf.
Glúmur og Lína Rut
Myndlistarkonan Lína Rut Wilberg og Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, hættu saman í vetur eftir nokkurra mánaða samband.
Kristján Þór og Gunna Dís
Sveitarstjórinn Kristján Þór Magnússon og Guðrún Dís Emilsdóttir, eða Gunna Dís eins og hún er kölluð, fóru hvort í sína áttina.
Rúrik og Nathalia Soliani
Rúrík Gíslason, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, og fyrirsætan Nathalia Soliani hættu saman í byrjun sumars.
Egill og Tanja Ýr
Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og viðskiptamaðurinn Egill Fannar Halldórsson hættu saman.
Jóhanna Guðrún og Davíð
Tónlistarhjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson skildu að borði og sæng.
Solla Eiríks og Elías
Solla Eiríks og Elías Guðmundsson ákváðu að skilja á árinu.
Margrét og Ari Edwald
Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og Ari Edwald fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar hættu að hittast.
Kristín og Sindri
Kristín Pétursdóttir leikkona og Sindri Þórhallsson verslunarstjóri í fataversluninni Húrra Reykjavík hættu saman.