Saga B komin með kærasta

Saga B og Kristinn Gíslason ástfangin á Tenerife.
Saga B og Kristinn Gíslason ástfangin á Tenerife. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem Saga B, er komin með kærasta. Kærastann frumsýndi hún á Instagram í vikunni en þau eru nú í sólinni á Tenerife. DV greindi fyrst frá. 

Sá heppni heitir Kristinn Gíslason og er athafnamaður. 

Saga hefur vakið athygli undanfarin tvö ár fyrir tónlist sína sem hún gefur út sjálf. Gefur hún út rapplög og kom hennar fyrsta lag út á síðasta ári. Á þessu ári hefur hún gefið út lagið Bottle service.

Saga og Kristinn eru nýtt par.
Saga og Kristinn eru nýtt par. Skjáskot/Instagram
mbl.is