„Þetta er einfaldlega hörkuskip“

Veiðin gekk vel í fyrstu hjá áhöfninni á Polar Ammassak.
Veiðin gekk vel í fyrstu hjá áhöfninni á Polar Ammassak. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Jón Einar Marteinsson

Loðnu­veiðarn­ar gengu vel hjá græn­lensku skip­un­um Pol­ar Ammassak og Pol­ar Amar­oq í gær. Á miðunum norðaust­ur af land­inu náði Pol­ar Amar­oq 1.300 tonn­um og hélt síðan til Seyðis­fjarðar. Veiðin gekk fram­an af einnig vel hjá Pol­ar Ammassak sem fékk 700 tonn en hægt hef­ur á gangi veiða.

„Í gær feng­um við 700 tonn eft­ir að hafa togað í eina tíu tíma og það er með því besta sem feng­ist hef­ur frá því að veiðar hóf­ust núna. Við toguðum síðan í nótt og vor­um að dæla um 150 tonn­um, en minna hef­ur feng­ist á nótt­unni en á dag­inn,“ seg­ir Geir Zoëga, skip­stjóri á Pol­ar Ammassak, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Við erum að kynn­ast nýju skipi en holið í gær­dag var fyrsta holið sem við tök­um á þessu skipi. Ég var reynd­ar með þetta skip í sjö mánuði árið 2013 og það hét þá Pol­ar Amar­oq. Nú er hins veg­ar búið að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á skip­inu frá þeim tíma. Það er til dæm­is kom­inn dælu­búnaður á skut, troml­ur hafa verið stækkaðar, það er kom­inn nýr skilj­ari og nýtt vakúm­kerfi og öll tæki í brúnni hafa verið end­ur­nýjuð.

Þetta er ein­fald­lega hörku­skip og það er glæsi­legt að ná góðu fyrsta holi eins og hol­inu í gær,“ seg­ir Geir.

Hann kveðst ekki eiga von á því að veður verði fyr­ir veiðar í dag. „Það versta er að núna er að bræla og reynd­ar kom­in hauga­bræla. […] veðrið ætti að vera gengið niður á morg­un.“

mbl.is