Hagnaður Samherja Holding um fjórir milljarðar

Eigið fé félagsins nam 393,2 milljónum evra við lok 2020, …
Eigið fé félagsins nam 393,2 milljónum evra við lok 2020, samanborið við 392,4 milljónum evra árið áður. mbl.is

Hagnaður Sam­herja Hold­ing ehf. nam 27,4 millj­ón­um evra árið 2020 sem sam­svar­ar um fjór­um millj­örðum króna.

Hagnaður fé­lags­ins hef­ur stór­auk­ist miðað við árið 2019 en þá nam hagnaður fé­lags­ins 1,4 millj­ón­um evra.

Tekj­ur Sam­herja Hold­ing af seld­um vör­um námu 308,6 millj­ón­um evra árið 2020 sem er tölu­verð lækk­un miðað við árið á und­an en þá námu þær 355,7 millj­ón­um evra. Þetta kem­ur fram á vef Sam­herja. 

Óvissa um mála­rekst­ur í Namib­íu

Eign­ir Sam­herja Hold­ing námu 585,4 millj­ón­um evra í lok árs­ins 2020, miðað við 627 millj­ón­um evra ár­inu áður.

Eigið fé fé­lags­ins nam 393,2 millj­ón­um evra við lok 2020, sam­an­borið við 392,4 millj­ón­um evra árið áður.

Tals­verð óvissa rík­ir um mála­rekst­ur vegna fjár­hags­legra upp­gjöra sem tengj­ast rekstri Sam­herja Hold­ing í Namib­íu en stjórn Sam­herja ger­ir fyr­ir­vara um upp­gjör þess fé­lags sem annaðist starf­semn­ina þar.

Alls hafa tíu ein­stak­ling­ar verið ákærðir í Namib­íu í tengsl­um við ólög­leg viðskipti með veiðiheim­ild­ir þar í landi. Eng­inn Íslend­ing­ur hef­ur verið ákærður.

Rekst­ur Sam­herja Hold­ing felst í út­gerð, land­vinnslu, markaðs- og sölu­starf­semi auk flutn­inga­starf­semi.

Um­svifa­mesti þátt­ur­inn í rekstri sam­stæðunn­ar eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

mbl.is