2021 var ár rómantískur og gleði. Þrátt fyrir að skemmtistaðir væru minna opnir á þessu ári en síðustu ár fann fólk maka. Sem kemur kannski ekki á óvart því það er löngu orðið útelt að finna sér lífsförunaut í myrkri um miðja nótt. Það myndu fáir kaupa sér bíl við slíkar aðstæður.
Sigurjón kominn með kærustu!
Sigurjón Kjartansson leikstjóri og handritshöfundir er einn fyndnasti maður Íslands. Hann var einn af þeim sem fann ástina en sú lukkulega heitir Halldóra Guðbjörg Jónasdóttir og er snyrtifræðingur og nuddari. Parið býr nú á Selfossi og er ennþá jafn ánægt með hvort annað.
Guðmundur Örn og Ragnhildur Sveinsdóttir
Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir sem oft er kenndur við Skeljung og Ragnhildur Sveinsdóttir fyrrverandi eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen voru á ferð og flugi saman á árinu. Parið býr í sitthvoru landinu, hann á Íslandi en hún á Spáni, en það virðist ekki stoppa þau þegar ástin er annars vegar.
Þórður og Berglind Festival
Þórður Gunnarsson verkefnastjóri hjá Sýn og Berglind Festival, eins og hún er kölluð, mættu saman í leikhúsið á frumsýningu, Vertu úlfur, í byrjun ársins. Parið hefur verið á fleygiferð í lífinu síðan og hefur hún verið að gera gott mót í þættinum, Vikan með Gísla Marteini.
Freyr og Kolfinna Baldvins
Allt ætlaði um koll að keyra þegar Freyr Gylfason og Kolfinna Baldvinsdóttir skráði sig í samband á Facebook. Hann er kannski þekktastur fyrir það að hafa verið fréttastjóri á Stöð 2 en hún hefur unnið ýmis störf í gegnum tíðina á fjölmiðlum.
Ingibjörg Dögg og Jón Trausti
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar voru búin að vinna saman í mörg ár þegar ástin blossaði upp og þau byrjuðu saman. Ekki með með það heldur keyptu þau raðhús á Seltjarnarnesi og fluttu inn ásamt börnum sínum. Nú vantar bara hund á heimilið til að taka vísitölu-stjúpfjölskylduna alla leið.
Bergþór og Laufey Rún
Ástin spyr ekki um stjórnmálaflokk eins og kom í ljós þegar Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins byrjaði með Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem vinnur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Bæði höfðu þau verið töluvert lengi í lausagangi þegar ástin bankaði upp á. Nú eiga þau von á barni sem kemur í heiminn í byrjun sumar. Um er að ræða hennar fyrsta barn en Bergþór átti dóttur áður en þau hnutu um hvort annað.
Guðmundur og Guðlaug
Guðmundur Hafsteinsson fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður hjá Google og Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir forstjóri byrjuðu saman á árinu.
Ásdís Rán og Gísli
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fann ástina á árinu í fanginu á Gísla Elmarssyni. Þau höfðu þekkst lengi þegar þau rugluðu saman reitum. Hann býr í Svíþjóð en hún í Búlgaríu en hann starfar í banka og hefur umsjón með tölvukerfunum. Síðan þau byrjuðu saman hafa þau ferðast mikið og verði bæði á sólarströndum og í skíðaferðum.
Björk fann ástina
Smartland greindi frá því að Björk Guðmundsdóttir sem er einn þekktasti tónlistarmaður landsins hefði fundið ástina. Sá heppni heitir Alex Jallow og er hann eigandi veitingastaðarins Ogolúgó á Laugavegi 85.
Kristín Pétursdóttir komin á fast
Kristín Pétursdóttir leikkona og áhrifavaldur fann ástina á árinu í örmum kokksins Hauks Más Haukssonar. Hann hefur verið farsæll í starfi en hann rekur Yuzu-hamborgarastaðina ásamt fleirum. Parið hefur verið duglegt að njóta menningar og og lista saman og virðast vera sköpuð fyrir hvort annað.