Þetta borðar þjóðin á gamlárskvöld

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa.

Stóra spurn­ing­in er alltaf hvað eigi að vera í mat­inn á hátíðdög­um eins og á gaml­árs­kvöld. Ingi­björg Ásta Hall­dórs­dótt­ir markaðsstjóri Sam­kaupa seg­ir að kalk­únn, inn­bökuð Well­ingt­on nauta­lund og villi­bráð séu þrír al­geng­ustu rétt­ir þjóðar­inn­ar á gaml­árs­kvöld sam­kvæmt versl­un­ar­stjór­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Spá­in bygg­ir á sölu­töl­um ríf­lega 60 versl­ana í eigu fyr­ir­tæk­is­ins víðsveg­ar um landið, síðustu daga,“ seg­ir Ingi­björg Ásta. 

Að sögn Gunn­ars Eg­ils Sig­urðsson­ar, fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, hef­ur kalk­únn­inn vaxið stöðugt í vin­sæld­um und­an­far­in ár og sömu­leiðis er fólk í aukn­um mæli farið að prófa sig áfram með krón­hjört og dá­dýr á þess­um síðasta degi árs­ins. „Alls hef­ur sala á villi­bráð og kalk­ún auk­ist um þriðjung á milli ára en þar spil­ar heill kalk­únn stærst­an þátt sem má lík­lega rekja til þess að jólakúla lands­manna er stærri en í fyrra. Íslend­ing­ar halda þó fast í sín­ar hefðir á aðfanga­dag og jóla­dag en ham­borg­ar­hrygg­ur var lang­sölu­hæsti veislu­mat­ur­inn í versl­un­um Sam­kaupa fyr­ir jól,“ seg­ir hann. 

Hangi­kjöt var mest selda kjötið í net­versl­un Nettó fyr­ir jól

Sam­kaup reka Nettó versl­ana­keðjuna sem held­ur úti stærstu net­versl­un lands­ins með mat­vör­ur, auk Kjör­búðar­inn­ar, Kram­búðar, Ice­land og Sam­kaupa Strax. „Þótt ham­borg­ar­hrygg­ur hafi verið vin­sæl­ast­ur heilt yfir þá var KEA hangilæri það kjöt sem oft­ast var pantað í gegn­um net­versl­un­ina fyr­ir jól­in. Einnig var mik­il aukn­ing í sölu á jóla­sæl­gæti, kon­fekti og snyrti­vör­um í net­versl­un Nettó miðað við jól­in í fyrra,“ seg­ir Ingi­björg Ásta og bæt­ir við: 

„Í kjöl­far þess að til­kynnt var um hert­ar sótt­varn­ir, ör­fá­um dög­um fyr­ir jól, jókst eft­ir­spurn mikið í net­versl­un Nettó og sal­an fór langt um­fram það sem bú­ist var við. Aukn­ing­in í pönt­un­um í gegn­um netið hef­ur haldið áfram núna á milli jóla og ný­árs og er tölu­vert meiri en hún var á sama tíma í fyrra,“ seg­ir hún. 

mbl.is