Sturtaði í sig áfengi á snekkju

Drake gerði vel við sig á snekkju við strendur St. …
Drake gerði vel við sig á snekkju við strendur St. Barts. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake gerði vel við sig á áramótunum en þeim fagnaði hann á snekkju við strendur St. Barts í Karíbahafi. Á myndum frá Page Six má sjá rapparann sturta í sig áfengi á nýársdag.

St. Barts er sívinsæll áfangastaður ríka og fræga fólksins en svo virðist sem ekki hafi orðið þverfótað fyrir stjörnum á eyjunni yfir hátíðirnar. Þar var meðal annars auðkýfingurinn og stofnandi Amazon, Jeff Bezos, og fyrrverandi raunveruleikastjarnan Scott Disick. Þar voru einnig leikarinn Leonardo DiCaprio og söngkonan Dua Lipa. 

Drake nýtti vel út úr snekkjunni við strendur St. Barts en hann tók á móti nýja árinu um borð og hélt þar lítið áramótapartí. Í því partíi var meðal annars hnefaleikakappinn Jake Paul.

View this post on Instagram

A post shared by Jake Paul (@jakepaul)

mbl.is