Leita að netabátum til stofnmælinga

Hafrannsóknastofnun leitar að netabátum fyrir netarall stofnunarinnar í apríl.
Hafrannsóknastofnun leitar að netabátum fyrir netarall stofnunarinnar í apríl. mbl.is/Alfons

Haf­rann­sókna­stofn­un leit­ar nú að neta­bát­um fyr­ir stofn­mæl­ing­ar á hrygn­ing­arþorski eða svo­kallað net­arall og hef­ur Rík­is­kaup fyr­ir hönd stofn­un­ar­inn­ar óskað eft­ir boðum um leigu báta, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Þar seg­ir að verk­efnið hafi farið fram ár hvert frá 1996 og að lögð séu net á um 300 stöðvum. Leiðangr­ar fara yf­ir­leitt fram í apríl og er reynt að hefja leiðang­ur sem næst fyrsta dag þess mánaðar.

„Mark­mið rann­sókn­anna er að safna upp­lýs­ing­um um kynþroska, ald­ur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygn­ing­ar­svæðum. Einnig að meta ár­lega magn kynþroska þorsks sem fæst í þorska­net á hrygn­ing­ar­stöðvum og breyt­ing­ar í gengd hrygn­ing­arþorsks á mis­mun­andi svæðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Skila­frest­ur til­boða er til há­deg­is þann 27. janú­ar.

mbl.is