Munur á aflatölum þegar eftirlit er með veiði

Gögn Fiskistofu eru sögð sýna töluverðan mun á meðafla eftir …
Gögn Fiskistofu eru sögð sýna töluverðan mun á meðafla eftir því hvort veiðar voru undir eftirliti eða ekki. mbl.is/Sigurður Bogi

Fiski­stofa seg­ir gögn sýna ótví­rætt að meðafli drag­nóta- og botn­vörðuveiða sé mun meiri þegar veiðarn­ar sæta eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Stofn­un­in hef­ur tekið sam­an gögn um afla­sam­setn­ingu skipa sem veiða með botn­vörpu og drag­nót og voru und­ir eft­ir­liti Fiski­stofu 2021 og hef­ur birt þau á vef sín­um.

Fram koma töl­ur um sam­setn­ingu afla hvers skips fyr­ir sig ann­ars veg­ar í veiðiferðum sem farn­ar voru áður en eft­ir­litsmaður fór með, meðan eft­ir­litsmaður Fiski­stofu var um borð og svo í veiðiferðum sem farn­ar voru eft­ir að eft­ir­litsmaður hafði verið um borð.

Gögn­in sýna mjög skýrt að mun­ur er á magni meðafla í veiðiferðum eft­ir því hvort eft­ir­litsmaður er um borð eða ekki.,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is