Loðnuskip með 5.000 tonn bíða löndunar

Í morgun var verið að landa loðnu úr Beiti NK …
Í morgun var verið að landa loðnu úr Beiti NK í Neskaupstað. Bjarni Ólafsson AK beið löndunar með fullfermi Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Röð loðnu­skipa sem bíða þess að geta landað afla hef­ur mynd­ast í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði. Vinnsla vel að sögn verk­smiðju­stjór­anna.

Vil­helm Þor­steins­son EA landaði 2.750 tonn­um á laug­ar­dag í Nes­kaupstað og er þar nú verið að landa rúm­lega 2.500 tonn­um úr Beiti NK, en Bjarni Ólafs­son AK bíður þess að lönd­un hefj­ist en skipið er með um 1.900 tonn. Verið er að landa 1.650 tonn­um úr Há­koni EA á Seyðis­firði og bíða græns­lensku skip­in Pol­ar Amar­oq með 1.300 tonn og Pol­ar Ammassat með 1.850 tonn.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að Börk­ur NK, Barði NK og Vil­helm Þor­steins­son EA eru einu skip­in sem landa hjá Síld­ar­vinnsl­unni sem eru á miðunum.

Bjarni Ólafsson AK á landleið í skíta brælu.
Bjarni Ólafs­son AK á land­leið í skíta brælu. Ljós­mynd/Þ​orkell Pét­urs­son

Haft er eft­ir Hafþóri Ei­ríks­syni, verk­smiðju­stjóra í Nes­kaupstað, að vinnsl­an gangi vel og að hrá­efnið sé gott. Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son, verk­smiðju­stjóri á Seyðis­firði, seg­ir hrá­efnið geti vart verið nýrra: „Þetta er svo nýtt að það ligg­ur við að það syndi í gegn­um sjóðar­ana.“

„Af okk­ur er allt ágætt að frétta nema að það er drullu­bræla núna,“ seg­ir Hálf­dan Hálf­dan­ar­son, skip­stjóri á Berki. „Við erum kom­ir al­veg vest­ur und­ir Gríms­ey því talið er að veðrið gangi fyrr niður hér en aust­ar. Það er hins veg­ar ekk­ert veður komið enn. Það hef­ur verið ágæt­is veiði síðustu dag­ana.“

„Það hafa feng­ist góð hol yfir dag­inn en eins og áður fæst oft held­ur lítið yfir nótt­ina. Stærsta dag­holið okk­ar var 920 tonn en oft eru hol­in yfir dag­inn 400-500 tonn. Við erum komn­ir með 2.655 tonn um borð og það er ætl­un­in að bæta við enda er lönd­un­ar­bið bæði í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði. Mönn­um líst vel á vertíðina og trúa því að hún verði góð en auðvitað fer mikið eft­ir veðri,“ seg­ir Hálf­dan.

Börkur NK
Börk­ur NK mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son
mbl.is