Skip Brims lönduðu afla fyrir 20 milljarða

Vigri RE var með mesta aflaverðmætið meðal skipa Brims.
Vigri RE var með mesta aflaverðmætið meðal skipa Brims. Ljósmynd/Brim

Heild­arafli skipa Brims hf. nam 147 þúsund tonn­um á ár­inu 2021 og var verðmæti afl­ans rétt tæp­ir 20 millj­arðar króna. Afl­inn var tæp­lega 19 þúsund meiri í fyrra en 2020 og jókst verðmæti heild­arafla um tæp­lega tvo millj­arða.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Brims.

Þá var í fyrra afli upp­sjáv­ar­skipa Brims um 96 þúsund tonn og jókst um 14 þúsund tonn milli ára. „Þessi aukn­ing skýrist að mestu af því að á ár­inu 2021 var gef­inn út loðnu­kvóti eft­ir að eng­ar loðnu­veiðar höfðu verið tvö ár þar á und­an en á móti minnkaði afli í kol­munna og mak­ríl. Í ág­úst 2021 bætt­ist einnig við þriðja upp­sjár­skip fé­lags­ins, Svan­ur RE,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

  • Ven­us NS-150 var með 45.783 tonn að verðmæti 2,3 millj­arða króna.
  • Vík­ing­ur AK-100 með 43.222 tonn að verðmæti 2,2 millj­arða króna.
  • Svan­ur RE-45 fékk 6.585 tonn að verðmæti 279 millj­óna króna.

Vigri með mestu afla­verðmæt­in

Afli frysti­tog­ara fé­lags­ins nam 25 þúsund tonn­um sem er um 2 þúsund tonn­um minni en árið 2020. Fram kem­ur í að „Höfr­ung­ur III AK var seld­ur í sept­em­ber 2021 til þess að mæta sam­drætti í út­hlut­un botn­fiskskvóta í þorski og karfa.“

  • Höfr­ung­ur III AK-250 náði 6.111 tonn­um að verðmæti 1,9 millj­arða króna.
  • Örfiris­ey RE-4 var með 9.370 tonn að verðmæti tæp­lega 3,5 millj­arða króna.
  • Vigri RE-71 var með 9.697 tonn að verðmæti rúm­lega 3,5 millj­arða króna, mest allra skipa Brims.
Viðey RE við bryggju í Reykjavík.
Viðey RE við bryggju í Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Á síðasta ári komu ís­fisk­tog­ar­ar Brims til hafn­ar með 26 þúsund tonn sem er 6 þúsund tonn meira en árið á und­an. „Þessi aukn­ing á afla skýrist af meira út­haldi og betri veiði, en árið 2020 var fiskiðju­ver fé­lags­ins við Norðurg­arð lokað í um þrjá mánuði vegna end­ur­nýj­un­ar á vinnslu­búnaði og lag­fær­inga á hús­næði.“

  • Helga María AK-16 var með 7.696 tonna afla í fyrra og nam verðmæti afl­ans 1,6 millj­arða króna.
  • Ak­ur­ey AK-10 var með 7.810 tonn að verðmæti 1,8 millj­arða króna.
  • Viðey RE-50 náði 8.963 tonn­um, mesta afla meðal ís­fisk­tog­ar­anna, og var verðmæti afl­an 2,1 millj­arður króna.
  • Kristján HF-100 (línu­skip) var með 1.736 tonn að verðmæti 505 millj­óna króna.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að af­la­upp­lýs­ing­ar eru slægður afli og að „all­ar töl­ur eru birt­ar með fyr­ir­vara um end­an­legt upp­gjör.“

mbl.is