Tasilaq landar fyrstu loðnunni á Fáskrúðsfirði

Tasillaq landaði 500 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði í dag.
Tasillaq landaði 500 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði í dag. mbl.is/Albert Kemp

Grænlenska uppsjávarskipið Tasilaq er að landa 500 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Um er ræða fyrstu loðnuna sem berst til Fáskrúðsfjarðar á nýju ári.

Loðnan fer til bræðslu hjá fyrirtækinu en þar hafa staðið yfir allmiklar breytingar sem eru gerðar til að auka afköst verksmiðjunnar, enda búist við næg loðna verði til vinnslu. Aflamark Loðnuvinnslunnar í loðnu nemur 25.972 lestum á yfirstandandi vertíð.

mbl.is