Eigandi Arctic Fish nú sjötti stærsti í heimi

Eigandi Arctic Fish á Vestfjörðum, Norway Royal Salmon, hefur keypt …
Eigandi Arctic Fish á Vestfjörðum, Norway Royal Salmon, hefur keypt allt hlutafé í SalmoNor og verður nú sjötta stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. Ljósmynd/Arctic Fish ehf.

Norska lax­eld­is­sam­steyp­an Norway Royal Salmon ASA (NRS) og dótt­ur­fé­lagið NRS Farm­ing AS hafa í dag und­ir­ritað samn­ing um kaup NRS Farm­ing á öllu hluta­fé í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu SalmoN­or AS.

Við viðskipt­in verður NRS, sem er eig­andi ís­lenska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish á Vest­fjörðum, sjötta stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki í heimi með heim­ild­ir til fram­leiðslu á 100 þúsund tonn­um af laxi í Nor­egi og 24 þúsund tonn­um á Íslandi.

„Sam­einað fé­lag verður í traustri stöðu til að nýta þau um­tals­verðu innri vaxt­ar­tæki­færi sem eru í SalmoN­or og NRS,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu á vef NRS.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ing­unni að selj­andi SalmoN­or sé NTS ASA sem er eig­andi tvo þriðju hluta­fjár í NRS. Fyr­ir skömmu tók­ust NTS og SalM­ar, eig­andi Arn­ar­lax, á um meiri­hluta í NRS og bar NTS sig­ur úr být­um.

Kaup­verðið 93,7 millj­arðar

Kaup­verð á SalmoN­or nem­ur 6,3 millj­örðum norskra króna, jafn­v­irði 93,7 millj­arða ís­lenskra króna, og er 68,14% af kaup­verði greitt með hluta­fé og 31,86% með pen­ing­um.

„Með sam­ein­ing­unni erum við að safna sam­an glæsi­legri sér­fræðiþekk­ingu í rekstri sem er mik­il­væg­asti grunn­ur­inn að áfram­hald­andi vexti og upp­bygg­ingu og stofn­un nýrra fag­lærðra starfa. Við hlökk­um til að vinna sam­an að því að þróa sam­eig­in­legt fyr­ir­tæki í framtíðinni,“ seg­ir Klaus Hat­lebr­ekke, for­stjóri NRS, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is