Lítill kraftur í veiðum sem eru frekar kropp

Kap var fyrtsa skip Vinnslustöðvarinnar sem kom til hafnar með …
Kap var fyrtsa skip Vinnslustöðvarinnar sem kom til hafnar með loðnu á árinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrjú upp­sjáv­ar­skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um og dótt­ur­fé­lags­ins Hug­ins hafa komið til hafn­ar með um fimm þúsund tonn af loðnu til vinnslu í fiski­mjöls­verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins. Gert er ráð fyr­ir að tak­ist að ljúka við lönd­un í nótt.

Fram kem­ur í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar að KAP VE-4 kom með fyrsta loðnufarm­inn sinn til Vest­manna­eyja aðfar­arnótt gær­dags. Síðan mætti Ísleif­ur VE-63 og svo mætti Hug­inn VE-55 með sinn afla.

„Ætla má að lokið verði við að landa úr öll­um skip­um aðra nótt og mikið verður því um að vera hjá Unn­ari Hólm og hans liði í bræðslunni næstu sól­ar­hringa,“ seg­ir Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í færsl­unni.

„Loðnu­vertíðin er sann­ar­lega haf­in og gott er það. Samt er ekki mik­ill kraft­ur í veiðunum enn sem komið er, frek­ar hægt að tala um kropp.“

mbl.is