Tónlistarkonan Madonna skellti sér í vetrarfrí til Saanen í Sviss yfir hátíðirnar. Tók hún alla fjölskylduna með, börnin sín sex, kærastann sinn Ahlamalik Williams og kærasta elstu dóttur sinnr Lourdes, Jonathan Puglia.
Söngkonan hefur birt fjölda mynda og myndbanda úr ferðinni þar sem meðal annars má sjá tvíburadætur hennar, Estere og Stellu, læra á skíði en þær eru níu ára gamlar.
Madonna nýtti einnig tækifærið í skíðaparadísinni Saanen og tók flottar myndir af sér í skíðagallanum. Saanen er einstaklega vel í sveit sett í svissnesku Ölpunum og glæsileg skíðasvæði allt í kring.