Með minningarnar á handleggnum

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, minnist siglinga með fisk til …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, minnist siglinga með fisk til Bretlands með bros á vör. „Þetta er ýkt, en um margt raunsönn lýsing,“ segir hann um framsetninguna í þáttunum. mbl.is/Árni Sæberg

Marg­ir eiga minn­ing­ar frá sigl­ing­um ís­lenskra skipa með fisk til Bret­lands. Ef­laust eru þær af ýms­um toga og spanna langt tíma­bil síðustu ald­ar. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, minn­ist þessa tíma með bros á vör og meira en það. Hann ber merki um góðan tíma í breskri höfn á tattú­eruðum hand­leggn­um þar sem stolt sigl­ir fley und­ir full­um selg­um.

Í sjón­varpsþátt­un­um Ver­búðinni, sem Rík­is­sjón­varpið sýn­ir þess­ar vik­urn­ar, er fjallað um upp­haf kvóta­kerf­is­ins á ní­unda ára­tugn­um; stjórn­mála­menn­ina, bank­ana og fólk í sjáv­arþorpi, sem treyst­ir á auðlind­ir hafs­ins, svo nokkuð sé nefnt. Í þætt­in­um fyr­ir viku var greint frá sölu­ferð til Hull og óhætt er að segja að á ýmsu hafi gengið.

Spenna kring­um hátíðir

Í þess­ari sam­an­tekt verður sjón­um einkum beint að atriðum í þátt­un­um sem tengj­ast sigl­ing­um með fisk á markaði í Bretlandi á ní­unda ára­tugn­um, en þær voru al­geng­ar fram und­ir lok síðustu ald­ar. Reynd­ar er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif­ari fjall­ar um sigl­ing­ar sem þess­ar því um 1980 var hann einn þeirra sem reglu­lega, stund­um dag­lega, skrifaði frétt­ir um sölu ís­lenskra skipa á fiski í höfn­um í Bretlandi og Þýskalandi.

Hringt var á skrif­stofu Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna og spurn­ing­arn­ar voru gjarn­an: „Hvað seldu þeir mikið? Hvert var meðal­verðið?“ Mest­ur var spenn­ing­ur­inn þegar selt var á milli hátíða eða fyrsta viðskipta­dag nýs árs þegar skort­ur var á fiski á mörkuðum. Þá gátu verð farið í hæstu hæðir og tekj­ur sjó­manna voru eft­ir því.

Björn Hlynur Haraldsson og Guðjón Davíð Karlsson í hlutverkum sínum …
Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Guðjón Davíð Karls­son í hlut­verk­um sín­um í Ver­búðinni, en í þátt­un­um sigldu þeir á Klakki til Bret­lands. Skjá­skot/​RÚV

Strák­hvolp­ar og Grái greif­inn

„Þetta er ýkt, en um margt raun­sönn lýs­ing,“ seg­ir Val­mund­ur, sem nú er í for­svari fyr­ir Sjó­manna­sam­bandið, en fór margoft sem ung­ur maður í sigl­inga­t­úra og á úr þeim góðar minn­ing­ar. Hann byrjaði 17 ára gam­all 1978 á tog­ar­an­um Siglu­vík, sem Þormóður rammi gerði út frá Sigluf­irði og var tals­vert í sigl­ing­um fram til 1989.

Þeir voru mest í þorski og ýsu og sigldu iðulega með afla til Hull og Grims­by. Aðeins einu sinni sigldi Val­mund­ur til Cuxhaven í Þýskalandi, en þar lönduðu frek­ar skip sem voru á karfa.

„Meðan stoppað var ytra fóru menn gjarn­an í land og fengu sér kollu og kynnt­ust líka öðrum lystisemd­um,“ seg­ir Val­mund­ur. „Þú get­ur rétt ímyndað þér hvað unga strák­hvolpa sem voru kannski í sinni fyrstu ut­an­lands­ferð langaði að gera. Svo fengu menn sér tattú eins og ég gerði og versluðu heil­an hell­ing því sigl­ing­arn­ar gátu verið ávís­un á góðar tekj­ur.“

Val­mund­ur seg­ir að í Grims­by hafi Rain­bow verið aðalpöbb­inn. Í Hull hafi það verið Earl de Grey sem kallaður var Grái greif­inn upp á ís­lensku. Rauða ljónið, sem vikið er að hér til hliðar, hafi verið fyr­ir sinn tíma.

Valmundur sigldi oft til Bretlands, en siglingar gátu gefið vel …
Val­mund­ur sigldi oft til Bret­lands, en sigl­ing­ar gátu gefið vel í aðra hönd. Á hand­leggn­um er tattú sem minn­ir á þenn­an tíma. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Það vantaði alltaf pen­inga

Val­mund­ur skrif­ar ekki und­ir allt sem kom fram í sjón­varpsþátt­un­um og seg­ir ým­is­legt hafa verið með öðrum brag en þar er lýst. Annað kann­ast hann þó vel við.

„Ég held að það geti verið rétt að skip­stjór­arn­ir hafi stund­um fengið greitt fyr­ir afl­ann í seðlum, sem þeir hafi þá borið um borð í pok­um. Einnig held ég að dæmi séu um að út­gerðar­menn­irn­ir flygju til Bret­lands til að ná í pen­ing­ana.

Það lá á að koma pen­ingn­um heim til að borga af lán­um, greiða laun eða borga fyr­ir ol­í­una. Þá voru seðlarn­ir bara flutt­ir heim í ferðatösku því banka­yf­ir­færsl­ur gátu tekið nokkr­ar vik­ur og í þung­um rekstri var sá tími ekki til. Það vantaði alltaf pen­inga.“

Sagt var reglulega frá siglingatúrum og sölum ytra í Morgunblaðinu …
Sagt var reglu­lega frá sigl­inga­t­úr­um og söl­um ytra í Morg­un­blaðinu og fleiri dag­blöðum um langt ára­bil.

Val­mund­ur seg­ir að eitt árið hafi hann farið í sex sigl­ing­ar. Tekj­urn­ar hafi verið góðar og ým­is­legt hafi verið keypt í Hull eða Grims­by.

„Við feng­um 200 pund hver fyr­ir­fram og yf­ir­menn­irn­ir eitt­hvað meira. Þannig að það varð að fara vel með. Pönt­un var lögð inn hjá höndlar­an­um, mat­vara og fleira gott, en toll­ur­inn var síðan dreg­inn af upp­gjör­inu þegar heim var komið.

Kjall­ar­inn hjá afa var full­ur af bjór, áfengi, makk­intoss, kjúk­ling­um og ein­hverju dóti. Þeir sem voru að byrja að búa keyptu marg­ir þvotta­vél eða annað sem vantaði í búið.

Ekki stór­hættu­legt smygl

Toll­ar­arn­ir höfðu ekki stór­ar áhyggj­ur af þess­um inn­flutn­ingi. Þeir fengu kannski bei­kon og egg hjá kall­in­um þegar skipið kom að bryggju og fóru sjálf­ir með bjór­kasssa í land. Þetta var hvorki stórt né stór­hættu­legt smygl, flaska eða kart­on til eða frá skipti ekki öllu máli.“

Spurður hvort það hafi þekkst að skip hafi siglt meðan land­verka­fólk hafi verið í verk­falli seg­ist hann hafa heyrt eldri sög­ur um slíkt. Á ní­unda ára­tugn­um seg­ir hann að það hefði tæp­lega komið til greina því bresk verka­lýðsfé­lög hefðu ein­fald­lega tekið fyr­ir lönd­un. Hjá sjó­mönn­um hafi verið heim­ilt að ljúka túr ef verið var að fiska í sigl­ingu þótt fé­lag þeirra hafi verið komið í verk­fall. Núna sé það hins veg­ar al­veg skýrt að skip haldi í land um leið og verk­fall sjó­manna skell­ur á.

Rauða ljónið var staður­inn

Í grein sem Sig­ur­geir Jóns­son skrifaði um Sjó­minja­safnið í Grims­by í Sjó­mannadags­blað Vest­manna­eyja 1992 fjall­ar hann m.a. um sigl­ing­ar til Bret­lands, einkum á ár­un­um frá 1960 til 1980. Þar seg­ir:

„Um langt ára­bil sigldu skip úr Vest­manna­eyja­flot­an­um til Bret­lands með fisk, til Aber­deen, Fleetwood, Hull og Grims­by. Og aðallega Grims­by. Ekki veit sá, er þetta rit­ar, hvers vegna Grims­by varð oft­ar fyr­ir val­inu meðal Vest­manna­eyja­skipa en hinar hafn­irn­ar en ein­hver hlýt­ur ástæðan að hafa verið. Raun­ar var oft­lega farið til Hull, raun­ar mjög oft en alltaf hafði Grims­by vinn­ing­inn.

Fiskmarkaðurinn í Grimsby gegnir enn mikilvægu hlutverki í sölu á …
Fisk­markaður­inn í Grims­by gegn­ir enn mik­il­vægu hlut­verki í sölu á ís­lensk­um afurðum. AFP

Nú er Grims­by ekki stór bær á bresk­an mæli­kv­arða en býsna stór á ís­lensk­an. Og ým­is­legt var það sem staður­inn þótti hafa upp á að bjóða, lang­sigld­um ís­lensk­um sjó­mönn­um, m.a. fjöl­breytt versl­ana­úr­val, svo og mikla skemmt­an, þó svo að marg­ir hverj­ir kæm­ust aldrei lengra en upp á Rauða ljónið. Sú ágæta og sál­uga krá varð oft­lega fyrsti og um leið síðasti viðkomu­staður margra ágætra manna sem lítið sáu af lystisemd­um Breta­veld­is annað en þessa víðfrægu krá og fasta­gesti henn­ar.

Þetta var á þeim tím­um sem Grims­by var miðpunkt­ur Breta­veld­is í aug­um margra góðra sjó­manna; og þá sér­stak­lega Rauða ljónið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: