Glötuð verðmæti 2-3 milljarðar

Makríll hja Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Makríll hja Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Afla­heim­ild­ir í mak­ríl náðust ekki á síðasta ári og falla um 10 þúsund tonn niður á milli ára, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Meg­in­regla er sú að heim­ilt er að flytja 10% afla­marks á milli ára. SFS fór fram á að leyft yrði að flytja allt að 30% afla­marks skips í mak­ríl frá ár­inu 2021 til árs­ins 2022, en und­ir lok árs var ljóst að flytja hefði þurft um 23% á milli ára svo ekk­ert hefði fallið niður. Niðurstaða sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var að heim­ila flutn­ing á 15% heim­ilda.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, seg­ir að þessi ákvörðun ráðherra sé sér­kenni­leg og málstað Íslands ekki til fram­drátt­ar í samn­ingaviðræðum um stjórn mak­ríl­veiða. „Þá gætu glötuð út­flutn­ings­verðmæti numið 2-3 millj­örðum króna, sam­kvæmt var­færnu mati okk­ar,“ seg­ir Heiðrún Lind. „Í þeim töl­um eru ekki óbein áhrif eins og tekj­ur sjó­manna, land­verka­fólks og sveit­ar­fé­laga, né tekju­skatt­ur fyr­ir­tækja að ógleymdu veiðigjaldi sem hefði getað orðið um 55 millj­ón­ir miðað við 5,27 króna veiðigjald á kíló af mak­ríl.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þurf­um auk­inn sveigj­an­leika

Heiðrún Lind seg­ir að er­indi frá SFS um heim­ild til að flytja allt að 30% á milli ára hafi legið í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu frá því í sept­em­ber í fyrra til að tryggja að ekk­ert félli niður á milli ára. Í raun hafi eng­in svör feng­ist við þess­ari beiðni fyrr en ákvörðun lá fyr­ir milli jóla og ný­árs og reglu­gerð var gef­in út. Heiðrún Lind seg­ist hafa fengið óljós­ar skýr­ing­ar og skýr­ing­ar sem ekki stand­ist á því hvers vegna ákveðið var að miða við 15%, en ekki hærri tölu eins og út­gerðin fór fram á.

„Meðan ósamið er við önn­ur strand­ríki skipt­ir veiðireynsla veru­legu máli,“ seg­ir Heiðrún Lind. „Þar sem við höf­um ekki aðgang að veiðum í lög­sög­um annarra ríkja þurf­um við auk­inn sveigj­an­leika í tíma. Vegna göngu­mynst­urs, tíðarfars, veiðan­leika og fleiri breyti­legra þátta er nauðsyn­legt að horfa yfir stærra tíma­bil og því meiri sveigj­an­leiki þeim mun betra.“

Get­ur skaðað hags­muni Íslands

Heiðrún Lind seg­ist telja að þessi ákvörðun geti skaðað hags­muni Íslands í viðræðum um stjórn mak­ríl­veiða. Við séum að ósekju að hlekkja fæt­ur okk­ar um­fram það sem megi telja eðli­legt.

„Íslend­ing­ar hafa tekið sér kvóta sem við telj­um rétt­mæt­an meðal ann­ars út frá veiðireynslu og viðveru mak­ríls í lög­sögu. Ef við ein strand­ríkja ætl­um að tak­marka veiðar okk­ar sem þessu nem­ur, þá erum við bein­lín­is að skaða okk­ar samn­ings­stöðu með því að draga úr mögu­legri veiði,“ seg­ir Heiðrún Lind.

Hún nefn­ir að Fær­ey­ing­ar hafi leyft að færa allt það magn sem var óveitt af kvóta þeirra á milli ára. Þannig geymi þeir í raun 43% af því sem þeir út­hlutuðu sér og máttu veiða á nýliðnu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: