Varðskipið Þór til eftirlitsstarfa eftir viðgerð

Viðhald varðskipsins Þórs tók lengri tíma en upphaflega var áætlað.
Viðhald varðskipsins Þórs tók lengri tíma en upphaflega var áætlað. mbl.is/Árni Sæberg

Viðgerð á varðskip­inu Þór er að ljúka. Skipið er orðið út­kalls­hæft og læt­ur úr höfn í Reykja­vík á morg­un, föstu­dag. Viðgerðinni lýk­ur svo að fullu í næstu viku.

Eins og fram hef­ur komið hér í blaðinu upp­götvaðist vatnsleki í nokkr­um strokk­um beggja aðal­véla Þórs þegar skipið var í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar í Hafnar­f­irði seint á síðasta ári. Í kjöl­farið var ákveðið að yf­ir­fara vél­arn­ar og stand­setja, en Þór er 10 ára gam­alt skip. Viðeig­andi vara­hlut­ir voru pantaðir að utan.

Kostnaður við viðhaldið á Þór er 15-20 millj­ón­ir króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Gæsl­an ber þann kostnað enda er um hefðbundið viðhald að ræða.

Hið nýja varðskip Freyja hef­ur verið við eft­ir­lits­störf á miðunum und­an­farið og er vænt­an­legt til hafn­ar í Sigluf­irði síðdeg­is í dag.

Freyja lagði úr höfn frá Reykja­vík hinn 23. nóv­em­ber sl. í jóm­frú­ar­ferð sína. Upp­haf­lega stóð til að Þór leysti Freyju af hólmi 7. des­em­ber síðastliðinn, en ekki gat orðið af því vegna þess hve vinn­an við Þór dróst á lang­inn. Úthald Freyju var því mun lengra en upp­haf­lega var ráðgert. Freyja fékk mörg verk­efni fyrstu vik­urn­ar. Skipið þurfti m.a. að taka fjög­ur skip í tog. Það kom sér vissu­lega vel að Freyja er með mestu drátt­ar­getu ís­lenskra skipa, eða allt að 200 tonn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: