Fordæmi um meiri flutning aflaheimilda

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir segir það …
Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir segir það ekki eiga að vera mikið mál fyrir sjávarútvegsráðherra að rýmka heimildir um flutning heimilda í makríl milli ára. Ljósmynd/Aðsend

Af mak­ríl­kvóta Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði falla um 2.600 tonn niður á milli ára. Töpuð út­flutn­ings­verðmæti fyr­ir­tæk­is­ins gætu numið um 600 millj­ón­um króna vegna þessa, að sögn Friðriks Mars Guðmunds­son­ar fram­kvæmda­stjóra.

Hann seg­ir að það ætti ekki að vera mikið mál fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að rýmka heim­ild­ir um flutn­ing mak­ríls á milli ára enn frek­ar svo upp­sjáv­ar­út­gerðir geti nýtt það á þessu ári, sem ekki náðist í fyrra. Auk Loðnu­vinnsl­unn­ar kem­ur þessi staða illa við Skinn­ey-Þinga­nes, Brim hf. og fleiri út­gerðir.

Langt að sækja mak­ríl­inn

Eins og greint var frá á miðviku­dag falla í heild­ina niður um tíu þúsund tonn af heim­ild­um í mak­ríl. Loðnu­vinnsl­an er með um fjórðung þess­ara heim­ilda og seg­ir Friðrik Mar það vera áfall að geta ekki nýtt þess­ar heim­ild­ir. Und­an­far­in ár hafi verið skapað for­dæmi með því að heim­ila flutn­ing á ónýtt­um heim­ild­um að mestu á milli ára. Í fyrra hafi verið heim­ilt að flytja 16%, árið 2016 var heim­ild­in 20% og 2015 var leyft að flytja 30%. Í ár hefði heim­ild­in þurft að vera upp á 23% en ráðherra ákvað að miða við 15%.

Loðnu­vinnsl­an ger­ir út eitt skip til upp­sjáv­ar­veiða, Hof­fellið, sem ber 1.650 tonn og til að há­marka gæði til mann­eld­is­vinnslu sé miðað við 900-1.000 tonn í túr. Mak­ríll­inn veidd­ist á síðasta ári að stór­um hluta utan land­helgi djúpt aust­ur af land­inu og þá reynd­ist burðargeta skips­ins tak­mark­andi þátt­ur og ger­ir fjar­lægðin minni út­gerðum erfitt fyr­ir. Ekki hafi verið um það að ræða að sam­eina veiðar með öðrum skip­um til að auka af­köst­in, eins og marg­ar út­gerðir með stærri flota gátu gert.

Hoffell SU er á kolmunnaveiðum.
Hof­fell SU er á kol­munna­veiðum. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Veik­ir samn­ings­stöðuna

„Núna er ákveðið að skilja eft­ir að há­marki 15% þannig að tíu þúsund tonn falla niður, sem er mjög slæmt ef maður hugs­ar um hags­muni Íslend­inga, sér­stak­lega lands­byggðar­inn­ar, og samn­ings­stöðuna gagn­vart öðrum strand­ríkj­um,“ seg­ir Friðrik.

„Á síðasta ári juku Fær­ey­ing­ar kvót­ann hjá sér úr 100 þúsund tonn­um í 160 þúsund tonn. Norðmenn færðu kvót­ann úr 200 þúsund tonn­um í 300 þúsund tonn. Á sama tíma var miðað við óbreytt hlut­fall af ráðgjöf þegar kvóti ís­lenskra skipa var ákveðinn.“

„Staðan er sú núna að Fær­ey­ing­ar hafa ákveðið að geyma það sem út af stóð, alls um 59 þúsund tonn eða nán­ast sama magn og nam aukn­ingu þeirra. Norðmenn eiga um 34 þúsund tonn eft­ir, sem þeir ætla líka að geyma fram á næsta ár. Á sama tíma slepp­um við því að flytja 10 þúsund tonn á milli ára. Það er mjög slæm ákvörðun og ekki til að bæta samn­ings­stöðu okk­ar gagn­vart öðrum strand­ríkj­um,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son.

Eðli­legt að hafa fyr­ir­sjá­an­leika

Aðal­steinn Ing­ólfs­son, for­stjóri Skinn­eyj­ar-Þinga­ness á Höfn í Hornafirði, hef­ur ým­is­legt við þá ákvörðun ráðherra að at­huga að heim­ila ekki að færa all­ar ónýtt­ar afla­heim­ild­ir í mak­ríl yfir á næsta ár. „Verst þykir mér að fá þessa ákvörðun í bakið síðustu daga árs­ins,“ seg­ir Aðal­steinn. „Venju­lega hef­ur verið hægt að færa þetta vand­ræðalaust á milli ára og ef á að breyta um kúrs í þess­um efn­um er eðli­legt að gefa það út fyr­ir fram svo menn hafi ein­hvern fyr­ir­sjá­an­leika.“

Aðal­steinn tek­ur und­ir þau sjón­ar­mið Friðriks Mars. Hann nefn­ir einnig að hags­mun­ir lands­ins séu samofn­ir veiðireynslu og það sé ekki sterkt í viðræðum við aðrar þjóðir ef kvóti hef­ur fallið niður. Þannig hafi Fær­ey­ing­ar og Norðmenn heim­ilað flutn­ing á því sem út af stóð hjá þeim.

Um 700 millj­ón­ir tap­ast

Hlut­ur Skinn­eyj­ar-Þinga­ness, sem fell­ur niður, er um þrjú þúsund tonn og gæti út­flutn­ings­verðmætið numið um 700 millj­ón­um. Aðal­steinn seg­ir að sann­ar­lega myndi muna um þá fjár­muni í at­vinnu­líf­inu á Höfn í Hornafirði.

Um ástæður þess að svo mikið var óveitt nefn­ir hann fjar­lægðina á miðin, bil­un í öðru skipa fyr­ir­tæk­is­ins í upp­hafi vertíðar og minni burðargetu en hjá flest­um öðrum út­gerðum. Þá hafi fyr­ir­tækið leigt til sín heim­ild­ir og menn verið bjart­sýn­ir á vertíðina, sem hafi síðan reynst erfið og enda­slepp.

Ásgrímur Halldórsson SF, skip Skinneyjar-Þinganess á Höfn.
Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF, skip Skinn­eyj­ar-Þinga­ness á Höfn. Ljós­mynd/​Börk­ur Kjart­ans­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: