„Íslenskt atvinnulíf má engan tíma missa“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl/Arnþór Birkisson

Þær sótt­varnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti setja strik í reikn­ing­inn hjá fjölda fyr­ir­tækja. Stjórn­völd þurfa að stíga fram með trú­verðugar efna­hagsaðgerðir. Vænta má frek­ari út­færslu á þeim efna­hagsaðgerðum sem kynnt­ar voru í dag eft­ir helgi.

Þetta seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í sam­tali við mbl.is.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið til­kynnti í dag um nýj­ar stuðningsaðgerðir til að draga úr því tjóni sem fyr­ir­tæki verða fyr­ir sök­um þeirra hertu sótt­varnaaðgerða sem taka gildi á morg­un.

„Aðgerðirn­ar eru aug­ljós­lega mjög íþyngj­andi og munu setja strik í reikn­ing­inn hjá fjölda fyr­ir­tækja. Ég hef lagt þá áherslu að það sé nauðsyn­legt að koma til móts við þau fyr­ir­tæki sem verða verst út í þessu. Ljóst er að tíu manna sam­komu­bann og lok­un fjölda fyr­ir­tækja mun þýða að rík­is­sjóður þurfi að stíga fram með trú­verðugar efna­hagsaðgerðir sem stuðning við þau fyr­ir­tæki sem er gert að loka eða þurfa að starfa í veru­legra skertri starf­semi.

Ég vænti þess að strax eft­ir helgi verði nán­ari út­færsla birt á þeim efna­hagsaðgerðum sem sýnt var á spil­in í dag. Enda má ís­lensk at­vinnu­líf eng­an tíma missa eins og sak­ir standa,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín.

Fyr­ir­tæki fá laun­in end­ur­greidd

Hall­dór Benja­mín sagði á opn­um fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is á þriðju­dag­inn að helsta bjargræðið fyr­ir at­vinnu­lífið væri að end­ur­greiða fyr­ir­tækj­um hluta launa starfs­manna sinna sem hafa verið skikkaðir í ein­angr­un.

Hann vænt­ir þess að málið kom­ist á rek­spöl strax eft­ir helgi.

„Við höf­um talað fyr­ir því að und­an­förnu að það sé nauðsyn­legt að rík­is­stjórn­in stígi sömu skref og búið er að stíga í Dan­mörku, Svíþjóð og Nor­egi að hluta til. Að tekið verði upp sams­kon­ar fyr­ir­komu­lag varðandi greiðslu launa í ein­angr­un og verið hef­ur varðandi greiðslu launa í sótt­kví.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina