Skip sigla með loðnu til Noregs

Loðnuveiðar við Vestmannaeyjar.
Loðnuveiðar við Vestmannaeyjar. mbl.is/RAX

Mik­il loðnu­veiði síðustu dæg­ur hef­ur orðið til þess að vinnsl­an í landi ann­ar ekki afl­an­um. Tvö loðnu­skip á veg­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar sigldu í gær með afl­ann, Beit­ir NK áleiðis til Nor­egs með 3.000 tonn en síðdeg­is var ekki ákveðið hvert Pol­ar Amma­sak sigldi. Loðnan er orðin hæf til mann­eld­is og hófst mann­eld­is­vinnsla í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað í gær.

Afar góð loðnu­veiði var í fyrra­dag og skip­in voru einnig að fá góð hol í fyrrinótt, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Vil­helm Þor­steins­son EA landaði um 2.060 tonn­um í Nes­kaupstað og fór hluti afl­ans til mann­eld­is­vinnslu í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að því er fram kem­ur á vef Sam­herja. Fram til þessa hafði öll loðnan farið til fram­leiðslu á mjöli og lýsi.

Loðnan sem veiðist er að stækka og þess vegna lík­ur á að meira fari til mann­eld­is. Lönd­un á fryst­ing­ar­loðnu úr Há­koni hófst í gær og Bjarni Ólafs­son AK kem­ur í kjöl­far hans. Barði NK fyllti sig í fyrra­kvöld og var á leið til Akra­ness. Sömu­leiðis var Pol­ar Amar­oq á land­leið eft­ir að hafa fyllt sig í tveim­ur hol­um.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: