Virkjanakostir á skógræktarjörð Síldarvinnslunnar

Jörðin Fannardalur innst í Norðfirði mun nýtast undir skógrækt en …
Jörðin Fannardalur innst í Norðfirði mun nýtast undir skógrækt en einnig stendur til að skoða virkjanakosti í dalnum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Síld­ar­vinnsl­an hf. hef­ur fest kaup á jörðinni Fann­ar­dal innst í Norðfirði og er áformað að nýta 300 til 400 hekt­ara und­ir skóg­rækt. Með þessu kveðst fyr­ir­tækið, í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um, hefja bind­ingu kol­efn­is á móti þeirri kol­efn­is­los­un sem starf­sem­in veld­ur. Stefnt er að því að gera áætl­un um gróður­setn­ingu fljót­lega.

Unnið er að því að hefja skóg­rækt­ina í sam­starfi við Skóg­rækt rík­is­ins og á verk­efnið að upp­fylla all­ar kröf­ur Lofts­lags­ráðs um vott­un og á rækt­un­in að verða hæf til skrán­ing­ar í Lofts­lags­skrá Íslands.

Áhugi út­gerða á að kol­efnis­jafna rekst­ur sinn hef­ur farið vax­andi á und­an­förn­um miss­er­um og var Eskja hf. á Eskif­irði fyrsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið til að ráðast í kol­efnis­jöfn­un. Til­kynnti fyr­ir­tækið í októ­ber í fyrra að út­gerðin hefði fest kaup á jörðinni Freys­hól­ar á Fljóts­dals­héraði í þeim til­gangi að hefja þar skóg­rækt.

Sam­herji til­kynnti í októ­ber í fyrra að fyr­ir­tækið stefn­ir að stækk­un land­eld­is­stöðvar­inn­ar í Öxarf­irði.

Þar er fyr­ir­hugað að nýta áburð frá stöðinni til land­græðslu á jörðinni Ak­ur­seli sem fyr­ir­tækið hef­ur fest kaup á með því mark­miði að hefja þar síðar skóg­rækt.

Virkj­ana­kost­ir og heitt vatn

„Fyr­ir utan skóg­rækt­ina eru einnig mögu­leik­ar til vatns­afls­virkj­ana á jörðinni. Fjór­ar ár eru í Fann­ar­dalslandi og eru þær vatns­mikl­ar. Þá ber að nefna að leitað hef­ur verið að heitu vatni í landi Fann­ar­dals og eru ein­hverj­ar lík­ur á að frek­ari leit geti skilað ár­angri. Einnig skal þess getið að jörðin er við vatns­vernd­ar­svæði Norðfirðinga,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Fram kem­ur að Síld­ar­vinnsl­an hafi með mark­viss­um hætti unnið að því að draga úr nei­kvæðum um­hverf­isáhrif­um rekst­urs­ins og er vak­in at­hygli á því að raf­væðing fiski­mjöls­verk­smiðja og kaup á spar­neytn­um skip­um hafi dregið veru­lega úr ol­íu­not­kyn fyr­ir­tæk­is­ins.

Jafn­framt er bent á nýj­an land­teng­inga­búnað við fiskiðju­verið í Nes­kaupstað sem ger­ir skip­um kleift að nota ein­ung­is raf­magn við lönd­un og er unnið að því að koma einnig upp slíkri teng­ingu við fiski­mjöls­verk­smiðjuna í Nes­kaupstað.

„Hjá Síld­ar­vinnsl­unni eru mikl­ar von­ir bundn­ar við skóg­rækt­ar­verk­efnið. Auk þess að skóg­ur­inn gegni hlut­verki á sviði kol­efn­is­bind­ing­ar er mögu­legt að gera Fann­ar­dal að eft­ir­sókn­ar­verðu úti­vist­ar­svæði sem all­ir geti notið.“

„Nú verður ráðist í að skipu­leggja landið og ákveða hvenær skóg­rækt­ar­verk­efnið hefst. Hér á heimasíðunni verða flutt­ar frétt­ir um fram­gang verk­efn­is­ins á kom­andi mánuðum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Fannardalur er innst í Norðfirði.
Fann­ar­dal­ur er innst í Norðfirði. Kort/​Map.is

Yf­ir­lýs­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar fylg­ir um­fjöll­un um jörðina Fann­ar­dal:

Fann­ar­dal­ur og Fann­ar­dalskross­inn

Fann­ar­dal­ur er innsta jörðin í Norðfjarðarsveit, um 10 kíló­metra inn af Norðfjarðar­botni. Jörðin er innst í Norðfjarðardaln­um en innsti hluti dals­ins er álit­inn sér­stak­ur dal­ur og ber heitið Fann­ar­dal­ur. Dal­ur­inn dreg­ur nafn sitt af jökl­in­um Fönn sem er á milli Norðfjarðar og Tungu­dals á Héraði. Jök­ull­inn er í yfir 1000 metra hæð og áður fyrr lá leiðin oft yfir jök­ul­inn þegar farið var fót­gang­andi eða ríðandi á milli Norðfjarðar og Héraðs. Norðfjarðará á upp­tök inn und­ir Fönn fyr­ir dal­botn­in­um og fell­ur út dal­inn að sunn­an­verðu. Þrjár þver­ár falla í Norðfjarðará í landi Fann­ar­dals.

Fann­ar­dals er meðal ann­ars getið í Drop­laug­ar­sona­sögu og einnig í Vilchins­máldaga frá 14. öld þannig að bú­seta þar er forn. Jörðin virðist ávallt hafa verið í bænda­eign en þó mun kirkja hafa haft þar ein­hver ítök í skógi og beit um tíma fyrr á öld­um.

Fann­ar­dal­ur þótti vel til bú­skap­ar fall­inn, einkum sauðfjár­rækt­ar. Veg­ar­slóði var rudd­ur inn að bæn­um um 1950 og sími var lagður þangað 1955. Að því kom árið 1956 að bær­inn fór í eyði. Síðustu ábú­end­urn­ir voru Ragn­hild­ur Stef­an­ía Jón­as­dótt­ir og Vig­fús Ein­ars­son. Jón­as Árna­son skrifaði bók um Ragn­hildi í Fann­ar­dal og ber hún heitið Und­ir Fönn. Bók­in kom út árið 1963.

Ýmsar sög­ur og sagn­ir tengj­ast Fann­ar­dal og kem­ur þá Fann­ar­dalskross­inn gjarn­an við sögu. Elsta ritaða heim­ild­in um kross­inn er frá ár­inu 1819. Þá tók séra Bene­dikt Þor­steins­son sam­an áhuga­verða skýrslu um hann og er meg­in­efni henn­ar svo­fellt:

… er hér á bæ þeim sem Fann­ar­dal­ur heit­ir, innsti í firðinum, eitt lítið crucifix (tré­bí­læti), neglt á kross­spýt­ur, sem í forn­öld er sagt að rekið hafi á þá fjöru sem hér er við sjó­inn og nú heit­ir Kross­fjara og þá hafi það flutt verið inn að Fann­ar­dal til að varna þar trölla­gangi og reim­leik­um af álf­um og óvætt­um sem þá hafi minnkað. Ann­ars hef ég áreiðan­lega vissu um að þetta bí­læti hef­ur lengi vel, síðan pápísk­ur átrúnaður niður­lagðist, vakið nokkra hjá­trú hér í kring og það jafn­vel fram á vora daga, í því til­liti að ýms­ir menn hétu á það í margs kyns neyðar til­fell­um og leyst­ist þá oft­ast nær ótrú­an­lega úr þeim vand­ræðum. Oft­ast bestóðu heit þessi í klút­rýj­um, kert­um og lýsi, svo lengi vel fram til minna daga þurfti bónd­inn í Fann­ar­dal ei meira til lýs­ing­ar á heim­ili sínu en það sem kross­in­um gafst ár­lega. En nú er þetta so nær sem öllu úr­elt.

Fannardalskrossinn.
Fann­ar­dalskross­inn. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Þekkt­asta sag­an sem teng­ist Fann­ar­dal grein­ir frá því að tvær skess­ur hafi búið í fjöll­un­um sitt hvoru meg­in dals­ins; önn­ur í Kaf­felli (Kall­felli) og hin í Hóla­fjalli. Á þeim tíma þótti afar reimt í daln­um og þótt­ust menn heyra þær syst­ur tala sam­an eða kall­ast á. Síðan seg­ir í sög­unni:

Hrópaði þá sú, er í Kaf­fell­inu bjó, til hinn­ar og sagði: „Spyrn­um sam­an fjöll­un­um syst­ir“. Verður þá hinni litið til sjáv­ar, en af Hóla­fjall­inu blas­ir við op­inn fjörður­inn. Síðan svar­ar hún og seg­ir: „Nei, syst­ir. Fausk­ur er rek­inn í fjarðar­kjaft, flýj­um held­ur“. Tóku menn sig þá til og gengu á reka. Fannst þá norðan­meg­in fjarðar­ins rekið líkn­eski eitt, hag­lega gert. Var það úr tré, og virt­ist eiga að tákna Krist á kross­in­um. Var líkn­eskið neglt á krosstré. Heit­ir síðan Kross­fjara, þar sem líkn­eskið fannst, og er hún nokkuð út frá Nes­kaupstað.

Það varð að sam­komu­lagi með þeim, sem ítök áttu þar að reka, að gefa jörðinni Fann­ar­dal líkn­eskið og gekk það síðar und­ir nafn­inu „Kross­inn í Fann­ar­dal“. Var Það trú manna í þá daga, að kross­inn væri send­ur af guðs til­hlut­an, til þess að flæma burtu ill­vætt­ir þær, er áttu að drottna þar inni í daln­um.

Fleiri skráðar frá­sagn­ir um Fann­ar­dalskross­inn má finna í bók Hálf­dans Har­alds­son­ar, Norðfjarðar­bók. Einnig skal bent á ít­ar­lega grein um kross­inn eft­ir Bjarna Vil­hjálms­son þjóðskjala­vörð. Grein­in birt­ist í Árbók Hins ís­lenska forn­leifa­fé­lags árið 1974 og ber yf­ir­skrift­ina Róðukross­inn í Fann­ar­dal.

Árið 1895 féll frá bú­andi ekkja í Fann­ar­dal og voru þá all­ar eig­ur henn­ar boðnar upp. Þar á meðal var Fann­ar­dalskross­inn seld­ur hæst­bjóðanda. Sá sem eignaðist kross­inn var Sveinn Sig­fús­son, kaupmaður á Nesi, og greiddi hann 34 krón­ur fyr­ir hann. Kross­inn var flutt­ur út á Nes og prýddi þar heim­ili kaup­manns­ins. Nú er kross­inn í eigu af­kom­enda Sveins kaup­manns og sóm­ir sér vel á heim­ili Sig­fús­ar Guðmunds­son­ar og El­ín­borg­ar Eyþórs­dótt­ur í Nes­kaupstað.

mbl.is