Kaupa jarðir til að binda kolefni

Ræktun trjáa tekur langan tíma en eigi að síður hefst …
Ræktun trjáa tekur langan tíma en eigi að síður hefst kolefnisbinding skógarins tiltölulega fljótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vakn­ing er að verða meðal ís­lenskra stór­fyr­ir­tækja um að hefja skóg­rækt á eig­in jörðum til að kol­efnis­jafna starf­semi sína. Þrjú einka­fyr­ir­tæki hafa gert samn­inga við Skóg­rækt­ina um ráðgjöf við rækt­un­ina og að minnsta kosti fimm til viðbót­ar eru í viðræðum um það. Þá er mik­ill áhugi meðal er­lendra sam­taka sem hafa milli­göngu um kol­efnis­jöfn­un og stór­fyr­ir­tækja um að hefja skóg­rækt hér á landi í sama til­gangi.

„Það er stefna rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar að Ísland verði kol­efn­is­hlut­laust árið 2040,“ seg­ir Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri og held­ur áfram: „Ef Ísland ætl­ar að ná þessu mark­miði þurfa all­ir að huga að sín­um kol­efn­is­mál­um. Öll fyr­ir­tæki verða að gera það og að lok­um all­ir ein­stak­ling­ar líka. Menn vita að það er al­vara í þessu en vita ekki hvernig á að standa að mál­um. Tím­inn líður og átján ár eru ekki lang­ur tími. Fyr­ir­tæk­in þurfa að und­ir­búa sig. Mörg þeirra veðja á að hluti af lausn­inni verði að binda kol­efni með skóg­rækt eða á ann­an hátt enda er skóg­rækt nær­tæk og ger­leg.“

Þröst­ur nefn­ir að Skóg­rækt­in hafi fengið það hlut­verk með nýj­um lög­um sem ít­rekað hafi verið með ákvæðum í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar að stuðla að auk­inni kol­efn­is­bind­ingu með skóg­rækt. Það sé því áherslu­atriði hjá stofn­un­inni.

Fyr­ir­komu­lagið til­búið

Skóg­rækt­in hef­ur hrundið af stað verk­efn­inu Skóg­ar­kol­efni til að koma á fót viður­kenndu ferli vott­un­ar á bind­ingu kol­efn­is með ný­skóg­rækt. Verða skóg­arn­ir sem ræktaðir eru sam­kvæmt þessu gæðakerfi hæf­ir til skrán­ing­ar í Lofts­lags­skrá Íslands.

Fyrsta fyr­ir­tækið til að ganga inn í þetta kerfi var Festi hf. sem er að und­ir­búa skóg­rækt á jörð sinni, Fjarðar­horni í Hrútaf­irði. Eskja á Eskif­irði hef­ur einnig samið við Skóg­rækt­ina um að veita ráðgjöf við þróun kol­efn­is­verk­efn­is í landi jarðar­inn­ar Freys­hóla á Fljóts­dals­héraði. Nú hef­ur Síld­ar­vinnsl­an í Nes­kaupstað keypt jörðina Fann­ar­dal í Norðfirði og áform­ar að nýta hana til skóg­rækt­ar. Viðræður eru við Skóg­rækt­ina um að veita ráðgjöf við það verk­efni. Þá hef­ur Orku­bú Vest­fjarða gert verk­samn­ing um þróun kol­efn­is­verk­efn­is á þrem­ur jörðum fyr­ir­tæk­is­ins í Arnar­f­irði.

„Okk­ur finnst þetta spenn­andi tím­ar og fögn­um fram­taki fyr­ir­tækj­anna,“ seg­ir Þröst­ur.

Hann seg­ir að Skóg­rækt­in sé að ræða við að minnsta kosti fimm einka­fyr­ir­tæki til viðbót­ar um svipuð verk­efni auk sveit­ar­fé­laga. Þá séu all­marg­ir er­lend­ir aðilar í viðræðum eða að spyrj­ast fyr­ir um mögu­leika á skóg­rækt á Íslandi. Skóg­rækt­in hef­ur samið við þrenn er­lend sam­tök sem gefi fólki og fyr­ir­tækj­um kost á að kol­efnis­jafna sig og á í viðræðum við fimm til viðbót­ar. Þá seg­ir Þröst­ur að er­lend fyr­ir­tæki, sum stór, hafi haft samand og vilji kol­efnis­jafna starf­semi sína með skóg­rækt á Íslandi.

Nán­ar um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 15. janú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: