Uppgrip á Akranesi á loðnuvertíð

Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um …
Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um helgina að landa afla úr loðnuskipunum sem komu á Akranes. Uppgrip eru víða í sjávarbyggðum vegna loðnuveiði. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið var um­leikis við Akra­nes­höfn um helg­ina þar sem afla var landað úr tveim­ur loðnu­skip­um sem þangað komu inn. Snemma á laug­ar­dags­morg­un kom Barði NK, skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, á Skag­ann og var með um 2.200 tonn af loðnu. Vík­ing­ur AK, sem Brim hf. ger­ir út, kom svo á Akra­nes eft­ir há­degi í gær og var þá þegar haf­ist handa við að losa skipið, en ætlað var að um borð væru um 2.700 tonn af loðnu.

Á Akra­nesi fer afl­inn í bræðslu og all­ar geymsluþrær þar eru nú orðnar smekk­full­ar. Ekki verður því hægt að taka meiri afla þar fyrr en líða tek­ur á vik­una, seg­ir Sig­urður Har­alds­son lönd­un­ar­stjóri.

Barði NK við bryggju á Akranesi og í baksýn er …
Barði NK við bryggju á Akra­nesi og í bak­sýn er fiski­mjöls­verk­smiðjan. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Loðnan er nú norðaust­ur af Langa­nesi. Á þeim slóðum voru að veiðum í gær, eins og sjá mátti á mar­in­etraffic.com, alls fimmtán skip; ís­lensk, norsk og græn­lensk. Mestu er landað í Aust­fjarðahöfn­um, en einnig hef­ur verið siglt með afla til Nor­egs. Nú er líka svo komið að loðna er orðin hæf til mann­eld­is og slík vinnsla á afurðum er haf­in í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Á laug­ar­dag kom Hof­fell SU, skip Loðnu­vinnsl­unn­ar, til Fá­skrúðsfjarðar með 1.640 tonn af loðnu sem fór í bræðslu. Í þrett­án tíma land­legu, meðan landað var, fengu skip­verj­arn­ir níu hvorki að fara í land né neinn um borð. Þetta var gert í sótt­varna­skyni. „Núna er kom­inn ágæt­ur kipp­ur í veiðarn­ar og út­litið fyr­ir næstu daga virðist vera gott,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heima­ey með 2.000 tonn

Skip Ísfé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um, Heima­ey VE, var í gær­kvöldi fyr­ir aust­an land á stími til Eyja með um 2.000 tonn af loðnu. Um tvo sól­ar­hringa tók að fylla skipið.

„Á miðunum hafa skip­in verið þétt á litl­um bletti. Já, þetta er fín loðna sem við náðum núna. Ætli að jafnaði séu ekki um 40 fisk­ar í hverju kílói sem veiðist,“ sagði Ólaf­ur Ein­ars­son skip­stjóri. Hann reiknaði aðspurður með að verða kom­inn til Eyja síðdeg­is í dag, en sigl­ing­unni að aust­an miðaði ágæt­lega þar sem öslað var í dæmi­gerðu janú­ar­veðri; norðaustan­kalda og vindi sem sló í 12-15 metra á sek­úndu.

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum.
Heima­ey VE 1 og Sig­urður VE 15 að veiðum. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina