Ærir óstöðugan að vísa í Hafrannsóknastofnun

Fjörugt við höfnina þegar strandveiðibátar streyma inn til löndunar á …
Fjörugt við höfnina þegar strandveiðibátar streyma inn til löndunar á Þórshöfn síðasta sumar. Smábátaeigendur á Norðeusturlandi eru ósáttir við skerðingu aflaheimildir ætlaðar strandveiðum. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

„Font­ur harm­ar ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að skerða afla til strand­veiða á kom­andi sumri, en treyst­ir því að hún verði end­ur­skoðuð og 48 dag­ar tryggðir til veiðanna,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Fonts  fé­lagi smá­báta­eig­enda á Norðaust­ur­landi. Ráðherra hef­ur gefið út að það verði ekki gert á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

Mik­il óánægja er meðal þeirra sem stunda strand­veiðar með ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að skerða afla­heim­ild­ir sem ætlað er strand­veiðum um 1.500 tonn milli ára. Hef­ur ráðherra sagst knú­in til þess svo hægt yrði að hlífa öðrum þátt­um at­vinnu- og byggðakvóta í ljósi þeirra skerðinga sem urðu í veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Ég stóð frammi fyr­ir því að ekki var hægt að lækka ráðstöf­un í rækju- og skel­bæt­ur ásamt sér­stök­um byggðakvóta þar sem þeim hafði verið út­hlutað á skip í upp­haf yf­ir­stand­andi fisk-veiðiárs. Loks var það mat sér­fræðinga ráðuneyt­is­ins að lækk­un á línuíviln­un og frí­stunda­veiði myndi skila óveru­leg­um ár­angri í þessu sam­hengi. Þá stóðu eft­ir tveir pott­ar, strand­veiðar og al­menn­ur byggðakvóti og ljóst að lækka þyrfti ráðstöf­un til þeirra þátta,“ sagði Svandís í svari við fyr­ir­spurn 200 mílna vegna máls­ins.

„Ákvörðun ráðherra sýn­ir að knýj­andi er að breyta fyr­ir­komu­lagi á ráðstöf­un afla­heim­ilda úr 5,3% pott­in­um.  Strand­veiðar eiga ekki að vera háðar viðskipt­um upp­sjáv­ar­út­gerða með veiðiheim­ild­ir,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Fonts og er vísað til þess að ráðherra hafi von um að meiri afli til strand­veiða fá­ist í gegn­um skipti rík­is­ins á afla­heim­ild­um í öðrum teg­und­um fyr­ir þorsk við Íslands­strend­ur.

Illa gekk að fá þorsk fyr­ir loðnu.

Enga sam­leið með vís­inda­legri nálg­un

Tel­ur Font­ur að smá­báta­út­gerða hafi spornað gegn samþjöpp­un afla­heim­ilda og komið í veg fyr­ir fjöl­breytt­ur sjáv­ar­út­veg­ur legðist af í hinum dreifðu byggðum.

„Strand­veiðar yfir sum­arið hafa tryggt út­gerð hundruð smá­báta sem landað hafa afla á tuga út­gerðarstaða um land allt.  Þannig hafa hafn­ar­mann­virki fengið end­ur­nýjað hlut­verk ásamt þjón­ustuaðilum. Síðast en ekki síst hafa strand­veiðarn­ar gefið nýj­um aðilum tæki­færi á að hefja út­gerð,“ full­yrða smá­báta­eig­end­ur á Norður­landi eystra í yf­ir­lýs­ing­unnni sem birt hef­ur verið á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

„Veiðar smá­báta á strand­veiðum eru njörvaðar niður með alls kon­ar tak­mörk­un­um. Það sem stjórn­völd ná þó ekki til er nátt­úr­an sjálf;  veður og fisk­gengd á grunn­slóð.  Að vitna í ofanálag til vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er til að æra óstöðugan. Veiðar smá­báta með hand­fær­um þar sem afl­inn sveifl­ast til og frá um 1% af leyfi­leg­um heild­arafla á enga sam­leið með vís­inda­legri nálg­un,“ seg­ir að lok­um.

mbl.is