Fangi réðst á verði: Höfuðáverkar og beinbrot

Frá Hólmsheiði.
Frá Hólmsheiði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir fanga­verðir hlutu al­var­lega áverka, þar á meðal höfuðáverka og bein­brot, þegar fangi í fang­els­inu á Hólms­heiði réðst á þá um helg­ina. Þeir voru flutt­ir á sjúkra­hús, að því er fram kem­ur í Frétta­blaðinu í dag. 

Þar er rætt við Pál Win­kel, for­stjóra Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, sem seg­ir að lög­regla hafi verið kölluð til. Menn­irn­ir hafa báðir verið út­skrifaðir af sjúkra­húsi. Þá hef­ur fang­inn verið flutt­ur í annað fang­elsi. 

Í frétt­inni er Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, einnig tek­inn tali. Hann seg­ir að fang­elsið sé ekki nógu vel búið til að tryggja ör­yggi fanga og fanga­varða. Sömu­leiðis seg­ir hann að úrræðal­eysi vegna veikra fanga geti reynst hættu­legt.

Ekki hef­ur verið staðfest hvort um­rædd­ur fangi hafi glímt við ein­hver veik­indi. 

mbl.is