Segja norskum skipum mismunað í íslenskri lögsögu

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, og Nina Rasmussen, deildarstjóri samtakanan, segja …
Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, og Nina Rasmussen, deildarstjóri samtakanan, segja norskum loðnuskipum mismunað í íslenskri lögsögu. Samsett mynd

Sam­tök norskra út­gerðarmanna, Fiskebåt, telja að verið sé að mis­muna norsk­um skip­um í ís­lenskri lög­sögu á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð. Hafa sam­tök­in í dag ritað at­vinnu- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti Nor­egs bréf þar sem meðal ann­ars er kraf­ist að norsk stjórn­völd beiti sér fyr­ir því að að Íslend­ing­ar heim­ili norsk­um skip­um að veiða með öðrum veiðarfær­um en nót, en veiðarfærið fer ekki nógu djúpt til að ná loðnunni, að því er fram kem­ur í bréf­inu.

„Verði ekki komið til móts við þess­ar ósk­ir ættu norsk yf­ir­völd að óska ​​eft­ir því að norski flot­inn fái að stunda veiðar á loðnu sunn­ar en 64.30 og í því sam­hengi biðja um að veiðitíma­bilið verði lengt til að minnsta kosti 10. mars á þessu ári,“ seg­ir í bréf­inu sem birt hef­ur verið á vef Fiskebåt.

Útgefið afla­mark á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð eru 904.200 tonn en þar af fell­ur 145.382 tonn í hlut norskra skipa.

„Norski fiski­skipa­flot­inn býr við tölu­verðar tak­mark­an­ir þegar kem­ur að því að stunda hag­kvæm­ar loðnu­veiðar við Ísland. Veiðitíma­bilið er stutt fyr­ir norsku skip­in, flot­inn hef­ur ekki heim­ild til veiða sunn­ar en 64.30 og það er tak­markað hve mörg norsk skip mega veiða í ís­lenskri lög­sögu á sama tíma. Auk þess þarf að veiða norska kvót­ann í heild sinni með loðnunót. All­ar þess­ar tak­mark­an­ir ýta und­ir það að krefj­andi get­ur verið fyr­ir norska fiski­skipa­flot­ann að veiða út­hlutaðan kvóta á þess­ari vertíð,“ seg­ir í bréf­inu sem er und­ir­ritað af Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóra Fiskebåt, og Nina Rasmus­sen, deild­ar­stjóra sam­tak­anna í Ber­gen.

Vek­ur at­hygli að í bréf­inu er ekki kraf­ist að heim­ilt verði fyr­ir fleiri skip að vera í ís­lenskri lög­sögu þrátt fyr­ir að það sé nefnt sem rök fyr­ir málstað sam­tak­anna, en alls mega 30 norsk skip stunda loðnu­veiðar í lög­sög­unni á sama tíma.

Nótin nær ekki loðnunni að mati Fiskebåt sem segir skip …
Nót­in nær ekki loðnunni að mati Fiskebåt sem seg­ir skip annarra ríkja hafa heim­ild til að nota önn­ur veiðarfæri. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Ein­ir með nót

„Nú eru fjög­ur til fimm norsk skip í ís­lenskri efna­hagslög­sögu og ber­ast upp­lýs­ing­ar um að loðnan sé á miklu dýpi og því lítið aðgengi­leg skip­um sem stunda veiðar með loðnunót. Hvorki ís­lensk, græn­lensk né fær­eysk fiski­skip hafa svipaðar veiðarfæra­tak­mark­an­ir og norski fiski­skipa­flot­inn,“ er full­yrt í bréf­inu.

Benda sam­tök­in á að veiðin fari nú að mestu fram með flot­vörpu. „Mik­il tog­virkni get­ur valdið því að loðnan dreif­ist frek­ar og því erfiðara að veiða með nót en und­an­far­in ár.“

Fram kem­ur að norsk yf­ir­völd hafa í fleiri ár reynt að ná sam­bæri­leg skil­yrði fyr­ir veiði norskra loðnu­skipa í ís­lenskri lög­sögu og gild­ir fyr­ir veiðar Íslend­inga, Fær­ey­inga og Græn­lend­inga. „Fiskebåt tel­ur tak­mark­an­ir á veiðarfæri sem bara gilda fyr­ir norska fiski­skipa­flot­ann sé áber­andi mis­mun­un sem í versta falli get­ur leitt til þess að norski fiski­skipa­flot­inn geti ekki veitt út­gef­inn kvóta á yf­ir­stand­andi vertíð.“

mbl.is